Sýnt verður frá Íslandsmótinu í golfi á RÚV. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Bein útsending verður frá Jaðarsvelli síðustu tvo keppnisdagana á Íslandsmótinu í golfi 2016. Það er RÚV sem sér um útsendinguna. Margir koma að þessari útsendingu sem stendur yfir í þrjá tíma á laugardag og fjóra tíma á sunnudag.

Þetta er í 19. sinn sem sýnt er frá Íslandsmótinu í golfi í beinni útsendingu í sjónvarpi en fyrsta útsendingin var árið 1998 á Hólmsvelli í Leiru. Þetta verður i fimmta sinn sem RÚV er með þessa útsendingu en fyrstu 13 árin var sýnt frá mótinu á SÝN og í eitt skipti var sýnt frá mótinu á Stöð 2 sport.

Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV, segir að skemmtilegar nýjungar verði í útsendingunni í ár. „Það verða um 10-12 myndavélar á Jaðarsvelli það erum 25 manns sem koma að þessari viðamiklu útsendingu. Við hefjum útsendinguna kl. 15.00 á laugardeginum og ljúkum henni um 18. Á lokahringnum byrjum við útsendinguna kl. 13.30 og fram til mótsloka sem eru áætluð um kl. 17.30. Þetta verður spennandi verkefni á glæsilegum keppnisvelli.“

isl_banner_2016

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ