Golfsamband Íslands

Íslandsmót unglinga í holukeppni 2022 – Katrín Sól sigraði í flokki 17-18 ára

Berglind Erla, Katrín Sól og Sara. Mynd/Frosti

Íslandsmót unglinga í holukeppni 2022 fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ dagana 27.-29. ágúst.

Leikin var útsláttarkeppni án forgjafar.

Katrín Sól Davíðsdóttir, GM, sigraði í flokki 17-18 ára. Í úrslitaleiknum var Berglind Erla Baldursdóttir, GM, mótherji Katrínar en úrslitaleikurinn fór 3/2 fyrir Katrínu Sól.

Sara Kristinsdóttir, GM, varð þriðja en hún sigraði Nínu Margréti Valtýsdóttur, GR, 5/4 í leiknum um bronsverðlaunin.

Á leið sinni að titlinum sigraði Katrín Sól, Berglindi Ósk Geirsdóttur, GR 1/0 í 16-manna úrslitum. Hún sigraði Katrínu Hörn Daníelsdóttur, GKG, 1/0 í 8-manna úrslitum. Í undanúrslitum sigraði Katrín Sól, Söru Kristinsdóttur, GM, 2/1.

Smelltu hér fyrir myndir frá Íslandsmóti unglinga í holukeppni 2022.

Smelltu hér fyrir úrslit leikja:

Smelltu hér fyrir upplýsingar um mótið.

Exit mobile version