Íslandsmót unglinga í höggleik í flokki 15-21 árs fór fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar dagana 12.-14. ágúst.
Skúli Gunnar Ágústsson, GA, sigraði í flokki 15-16 ára pilta. Hann lék hringina þrjá á einu höggi undir pari samtals, 212 höggum. Valur Snær Guðmundsson, GA, varð annar einu höggi á eftir, 213 höggum og Guðjón Frans Halldórsson, GKG, varð þriðji á 215 höggum.
Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.
Á þessum keppnisvelli léku þrír aldursflokkar, 15-16 ára stúlkur, drengir, 17-18 ára stúlkur, drengir og 19-21 árs stúlknur og drengir. Allir flokkar léku 54 holu höggleik án forgjafar.
Alls tóku 111 keppendur þátt og komu þeir frá 12 mismunandi klúbbum. Flestir voru frá GR eða 24, og GKG var með 23 keppendur. GM var með 20 og flesta keppendur í stúlknaflokkunum eða 10 alls.
Golfklúbbur | Stúlkur | Piltar | Fjöldi |
GA – Golfklúbbur Akureyrar | 1 | 8 | 9 |
GB – Golfklúbbur Borgarness | 0 | 1 | 1 |
GKG- Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 7 | 16 | 23 |
GM – Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 10 | 10 | 20 |
GR – Golfklúbbur Reykjavíkur | 6 | 18 | 24 |
GOS – Golfklúbbur Selfoss | 1 | 6 | 7 |
GSS – Golfklúbbur Skagafjarðar | 1 | 0 | 1 |
GS – Golfklúbbur Suðurnesja | 1 | 2 | 3 |
GV – Golfklúbbur Vestmannaeyja | 0 | 2 | 2 |
GK – Golfklúbburinn Keilir | 0 | 8 | 8 |
GL – Golfklúbburinn Leynir | 0 | 4 | 4 |
NK – Nesklúbburinn | 0 | 8 | 8 |