/

Deildu:

Auglýsing

Íslandsmótið í holukeppni 2022 fer fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar dagana 17.-19. júní. Mótið í ár er það 35. í röðinni en keppt hefur verið um Íslandsmeistaratitla í holukeppni í karla – og kvennaflokki samfellt frá árinu 1988.

Keppendur á Íslandsmótinu eru alls 64, 32 konur og 32 karlar.

Nánar um mótið hér:

Keppendalistinn er í heild sinni hér fyrir neðan.

Keppendum í karla – og kvennaflokki verður raðað í átta riðla og þar ræður forgjöf að morgni eftir að skráningarfresti lýkur í hvaða riðlum þeir leika. Riðlar og rástímar verða birtir þriðjudaginn 14. júní.

Í riðlakeppninni eru leiknar þrjár umferðir – fyrsta umferðin fyrir hádegi föstudaginn 17. júní, önnur umferð eftir hádegi 17. júní og þriðja umferðin fyrir hádegi laugardaginn 18. júní.

Sigurvegarinn úr hverjum riðli kemst áfram í 8-manna úrslit.

Átta manna úrslit hefjast eftir hádegi laugardaginn 18. júní – undanúrslitin fara fram fyrir hádegi sunnudaginn 19. júní og úrslitaleikirnir hefjast rétt eftir hádegi sunnudaginn 19. júní.

Alls eru 64 keppendur og koma þeir frá 10 klúbbum.

Átta klúbbar eru með keppendur í báðum flokkum.

GM með flesta keppendur eða 19 alls sem er 30% af heildinni. GR er með 17 keppendur og 27% af heildinni. GKG kemur þar næst með um 14% hlutfall.

Heildarfjöldi keppenda 2022

KlúbburKonurKarlarSamtalsHlutfall
GM1271930%
GR7101727%
GKG54914%
GK34711%
GA1123%
GOS1235%
GS1235%
GL112%
GO112%
NK223%
Samtals323264

Í kvennaflokki eru keppendur frá 9 klúbbum. GM er með 12 keppendur af alls 32 og er það 38% hlutfall. GR kemur þar næst með 7 keppendur eða 22% og GKG er með 16%.

Meðalforgjöf í kvennaflokki er 3,3. Lægsta forgjöfin er +2,4 og sú hæsta 7,9. Meðalaldur keppenda er um 21 ár. Yngsti keppandinn er 14 ára og sá elsti 45 ára.

Heildarfjöldi keppenda í kvennaflokki:

KlúbburKonurHlutfall
GM1238%
GR722%
GKG516%
GK39%
GA13%
GOS13%
GS13%
GL13%
GO13%
Samtals32

Í karlaflokki eru keppendur frá 8 klúbbum. GR með flesta keppendur eða 10 og 31% hlutfall, og GM kemur þar næst með 22% hlutfall eða 7 keppendur. GKG og GK eru með 13% hlutfall – með 4 keppendur frá hvorum klúbbi fyrir sig.

Meðalforgjöf í karlaflokki er +1,7 þar sem að lægsta forgjöfin er +3,6 og sú hæsta 0.8. Meðaldur keppenda í karlaflokki er 23 ár, elsti keppandinn er 47 ára og sá yngsti er 17 ára.

Heildarfjöldi keppenda í karlaflokki:

KlúbburKarlarHlutfall
GR1031%
GM722%
GKG413%
GK413%
NK26%
GOS26%
GS26%
GA13%
32

Keppendur í kvennaflokki:

Nafn (forgjöf)KlúbburAldur
1Heiðrún Anna Hlynsdóttir, (+2,4)GOS22
2Berglind Björnsdóttir, (+1,1)GR30
3Saga Traustadóttir, (+1,0)GKG24
4Andrea Ýr Ásmundsdóttir, (+0,9)GA20
5Bryndís María Ragnarsdóttir, (1,1)GK27
6María Eir Guðjónsdóttir, (1,2)GKG18
7Ingunn Einarsdóttir, (1,4)GKG39
8Anna Júlía Ólafsdóttir, (1,5)GKG22
9Nína Margrét Valtýsdóttir, (1,7)GM18
10Kristín Sól Guðmundsdóttir, (2,0)GM20
11Katrín Sól Davíðsdóttir, (2,9)GM18
12Sara Kristinsdóttir, (3,1)GM17
13Hafdís Alda Jóhannsdóttir, (3,3)GK25
14Helga Signý Pálsdóttir, (3,3)GR16
15Ásdís Valtýsdóttir, (3,3)GR20
16Bjarney Ósk Harðardóttir, (3,4)GR18
17Berglind Erla Baldursdóttir, (3,5)GM17
18Eva Kristinsdóttir, (3,6)GM15
19Karen Lind Stefánsdóttir, (3,7)GKG16
20María Björk Pálsdóttir, (3,8)GKG21
21Árný Eik Dagsdóttir, (4,3)GR21
22Heiða Guðnadóttir, (4,3)GM33
23Fjóla Margrét Viðarsdóttir, (4,3)GS15
24Pamela Ósk Hjaltadóttir, (5,1)GM14
25Elsa Maren Steinarsdóttir, (5,4)GL17
26Hekla Ingunn Daðadóttir, (5,6)GM45
27Auður Bergrún Snorradóttir, (5,9)GM15
28Auður Sigmundsdóttir, (6,0)GR18
29Hrafnhildur Guðjónsdóttir, (6,1)GO27
30Heiða Rakel Rafnsdóttir (6,3)GM16
31Þóra Kristín Ragnarsdóttir, (7,8)GK24
32Birna Rut Snorradóttir, (7,9)GM15

Keppendur í karlaflokki:

Nafn (forgjöf)KlúbburAldur
1Sigurður Arnar Garðarsson, (+3,6)GKG20
2Daníel Ísak Steinarsson, (+3,6)GK22
3Sverrir Haraldsson, (+3,1)GM22
4Kristófer Orri Þórðarson, (+3,1)GKG25
5Hákon Örn Magnússon, (+3,0)GR24
6Andri Már Óskarsson, (+3,0)GOS31
7Lárus Ingi Antonsson, (+2,6)GA20
8Jóhannes Guðmundsson, (+2,5)GR24
9Aron Emil Gunnarsson, (+2,4)GOS21
10Rúnar Arnórsson, +2,2GK30
11Sigurður Bjarki Blumenstein, (+2,2)GR21
12Björn Óskar Guðjónsson, (+2,2)GM25
13Birgir Björn Magnússon, (+2,1)GK25
14Dagbjartur Sigurbrandsson, (+2,1)GR20
15Elvar Már Kristinsson, (+2,0)GR22
16Tómas Eiríksson Hjaltested, (+1,9)GR20
17Böðvar Bragi Pálsson, (+1,8)GR19
18Kristófer Karl Karlsson, (+1,6)GM21
19Viktor Ingi Einarsson, (+1,4)GR22
20Nökkvi Gunnarsson (+1,4)NK46
21Ragnar Már Ríkarðsson, (+1,2)GM22
22Arnór Ingi Finnbjörnsson, +1,0GR33
23Breki Gunnarsson Arndal, (+0,9)GKG19
24Ingi Þór Ólafson, (+0,9)GM21
25Andri Már Guðmundsson, (+0,8)GM21
26Kristján Þór Einarsson, (+0,7)GM34
27Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, (+0,6)GS47
28Gunnlaugur Árni Sveinsson, (+0,6)GKG17
29Bjarni Þór Lúðvíksson, (0,0)NK18
30Arnór Tjörvi Þórsson, (0,0)GR20
31Svanberg Addi Stefánsson, (0,3)GK20
32Logi Sigurðsson, (0,8)GS20

Fimm fyrrum Íslandsmeistarar í holukeppni mæta til leiks í ár.

Rúnar Arnórsson, GK, sem sigraði tvö ár í röð (2018 og 2019) er á meðal keppenda. Kristján Þór Einarsson, GM, á einnig tvo titla í þessari keppni (2009 og 2014) en hann mun einnig keppa í ár. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR, sigraði árið 2011 og er með á þessu móti líkt og Sverri Haraldsson, GM, sem hefur titil að verja er mættur í titilvörnina á heimavelli sínum

Þrír fyrrum Íslandsmeistarar í holukeppni eru skráðar til leiks í kvennaflokknum. Saga Traustadóttir, GKG, sem sigraði árið 2019 tekur þátt líka og þær Heiða Guðnadóttir (GM) (2015), og Berglind Björnsdóttir (GR) (2016).

Íslandsmeistarar í holukeppni frá upphafi:

Karlaflokkur:

 • 1988 Úlfar Jónsson, GK (1)
 • 1989 Sigurður Pétursson, GR (1)
 • 1990 Sigurjón Arnarsson, GR (1)
 • 1991 Jón H Karlsson, GR (1)
 • 1992 Björgvin Sigurbergsson, GK (1)
 • 1993 Úlfar Jónsson, GK (2)
 • 1994 Birgir Leifur Hafþórsson, GL (1)
 • 1995 Örn Arnarson, GA (1)
 • 1996 Birgir Leifur Hafþórsson, GL (2)
 • 1997 Þorsteinn Hallgrímsson, GV (1)
 • 1998 Björgvin Sigurbergsson, GK (2)
 • 1999 Helgi Þórisson, GS (1)
 • 2000 Björgvin Sigurbergsson, GK (3)
 • 2001 Haraldur Heimisson, GR (1)
 • 2002 Guðmundur I. Einarsson, GR (1)
 • 2003 Haraldur H. Heimisson, GR (2)
 • 2004 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (3)
 • 2005 Ottó Sigurðsson, GKG(1)
 • 2006 Örn Ævar Hjartarson, GS (1)
 • 2007 Ottó Sigurðsson, GKG (2)
 • 2008 Hlynur Geir Hjartarson, GK (1)
 • 2009 Kristján Þór Einarsson, GM (1)
 • 2010 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (4)
 • 2011 Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR (1)
 • 2012 Haraldur Franklín Magnús, GR (1)
 • 2013 Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (1)
 • 2014 Kristján Þór Einarsson, GM (2)
 • 2015 Axel Bóasson, GK (1)
 • 2016 Gísli Sveinbergsson, GK (1)
 • 2017 Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (1)
 • 2018 Rúnar Arnórsson, GK (1)
 • 2019: Rúnar Arnórsson, GK (2)
 • 2020: Axel Bóasson, GK (2)
 • 2021: Sverrir Haraldsson, GM (1)

Kvennaflokkur:

 • 1988 Karen Sævarsdóttir, GS (1)
 • 1989 Þórdís Geirsdóttir, GK (1)
 • 1990 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (1)
 • 1991 Karen Sævarsdóttir, GS (2)
 • 1992 Karen Sævarsdóttir, GS (3)
 • 1993 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (2)
 • 1994 Karen Sævarsdóttir, GS (4)
 • 1995 Ólöf María Jónsdóttir, GK (1)
 • 1996 Ólöf María Jónsdóttir, GK (2)
 • 1997 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (3)
 • 1998 Ólöf María Jónsdóttir, GK(3)
 • 1999 Ólöf María Jónsdóttir, GK(4)
 • 2000 Ragnhildur Sigurðardóttir, GK (4)
 • 2001 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (5)
 • 2002 Herborg Arnarsdóttir, GR (1)
 • 2003 Helga Rut Svanbergsdóttir, GKj/GM (1)
 • 2004 Ólöf María Jónsdóttir, GK (5)
 • 2005 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (6)
 • 2006 Anna Lísa Jóhannsdóttir, GR (1)
 • 2007 Þórdís Geirsdóttir, GR (2)
 • 2008 Ásta Birna Magnúsdóttir, GK (1)
 • 2009 Signý Arnórsdóttir, GK (1)
 • 2010 Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (1)
 • 2011 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (1)
 • 2012 Signý Arnórsdóttir, GK (2)
 • 2013 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (2)
 • 2014 Tinna Jóhannsdóttir, GK (1)
 • 2015 Heiða Guðnadóttir, GM (1)
 • 2016 Berglind Björnsdóttir, GR (1)
 • 2017 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (1)
 • 2018 Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (1)
 • 2019: Saga Traustadóttir, GR (1)
 • 2020: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (3)
 • 2021: Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (2)

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ