Íslandsmeistarar golfklúbba 2024 í stúlknaflokki 18 ára og yngri, Golfklúbbur Mosfellsbæjar.
Auglýsing

Íslandsmót golfklúbba í aldursflokkum 16 ára og yngri og 18 ára og yngri fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 26.-28.júní. Keppt var í stúlkna – og piltaflokki.

Í stúlknaflokki 18 ára og yngri tóku sex lið þátt frá fjórum klúbbum.

Golfklúbbur Mosfellsbæjar-A sveit sigraði í öllum sínum viðureignum og fékk alls fimm vinninga. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, vinstri, varð í öðru sæti með 3 vinninga og B-sveit GM varð í þriðja sæti.

Lokastöðuna og úrslit einstakra leikja má sjá í hlekknum hér fyrir neðan.

Stúlkur 18 ára og yngri:

Alls tóku sex klúbbar þátt í keppni í 18 ára og yngri í stúlknaflokki. Liðin léku í einum riðli og var leikin ein umferð þar sem að öll liðin mætast einu sinni. Leikið var af bláum teigum.

Klúbbarnir sem taka þátt eru:

Golfklúbbur Mosfellsbæjar 1
Golfklúbbur Mosfellsbæjar 2
Golfklúbbur Reykjavíkur
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 1
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 2
Golfklúbbur Akureyrar

Smelltu hér fyrir úrslit:

Hér má sjá reglugerð um Íslandsmót golfklúbba 18 ára og yngri:

<strong>Íslandsmeistarar golfklúbba 2024 stúlknaflokkur 18 ára og yngri Golfklúbbur Mosfellsbæjar <strong>
<strong>Silfurlið GKG á Íslandsmóti golfklúbba 2024 í stúlknaflokki 18 ára og yngri <strong>
<strong>Bronslið GM á Íslandsmóti golfklúbba 2024 í stúlknaflokki 18 ára og yngri <strong>

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ