Site icon Golfsamband Íslands

Íslandsmót golfklúbba eldri kylfinga – Golfklúbbur Akureyrar sigraði í 1. deild karla

Íslandsmót golfklúbba 50 ára og eldri í 1. deild karla fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 20.-22. ágúst s.l. Alls tóku 8 klúbbar þátt við frábærar aðstæður hjá Golfklúbbi Akureyrar.

Spennan var mikil í keppninni en heimamenn úr Golfklúbbi Akureyrar (GA) og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (GKG) léku til úrslita. GA stóð uppi sem Íslandsmeistari. Golfklúbbur Reykjavíkur (GR) lagði Golfklúbb Öndverðarness (GÖ) í leiknum um þriðja sætið. Nesklúbburinn (NK) féll úr efstu deild og leikur í 2. deild á næsta ári.

Íslandsmót golfklúbba – eldri kylfinga 1. deild karla Golfklúbbur Akureyrar.

1. deild karla, lokastaðan:

*Efsta liðið fer upp um deild og neðsta liðið fellur um deild.

1. Golfklúbbur Akureyrar (GA)
2. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (GKG)
3. Golfklúbbur Reykjavíkur (GR)
4. Golfklúbbur Öndverðarness (GÖ)
5. Golfklúbburinn Keilir (GK)
6. Golfklúbburinn Oddur (GO)
7. Golfklúbbur Suðurnesja (GS)
8. Nesklúbburinn (NK)

Exit mobile version