Golfsamband Íslands

Íslandsmót golfklúbba 2023 +50 – Golfklúbbur Kiðjabergs sigraði í 2. deild kvenna

Íslandsmót golfklúbba í 2. deild kvenna 2023 í +50 ára og eldri fór fram á Silfurnesvelli á Höfn í Hornafirði dagana 24.-26. ágúst. Alls tóku átta klúbbar þátt og tveir keppendur slógu draumahögg í mótinu og fóru holu í höggi.

Golfklúbbur Akureyrar lék til undanúrslita gegn sameiginlegu liði Golfklúbbsins Hamars á Dalvík og Golfklúbbs Fjallabyggðar, GHD/GFB). Í hinni undanúrslitaviðureigninni áttust við Golfklúbbur Kiðjabergs og Golfklúbbur Vestmannaeyja. Til úrslita léku Golfklúbbur Kiðjabergs og GHD/GFB þar sem að Kiðjaberg hafði betur og fagnaði deildarmeistaratitlinum í 2. deild kvenna +50 árið 2023.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:

Lokastaðan:

1. Golfklúbbur Kiðjabergs.
2. GHD/GFB.
3. Golfklúbbur Vestmannaeyja.
4. Golfklúbbur Akureyrar.
5. Golfklúbbur Öndverðarness.
6. Golfklúbbur Húsavíkur.
7. Golfklúbburinn Setberg.
8. Golfklúbbur Hornafjarðar.

<strong>Þórgunnur Torfadóttir úr Golfklúbbi Hornafjarðar fór holu í höggi á 2 braut Silfurnesvallar <strong>
Íslandsmót golfklúbba – 50+ 1. deild kvennaUpplýsingarHella
Íslandsmót golfklúbba – 50+ 2. deild kvennaUpplýsingarHornafjörður
Íslandsmót golfklúbba – 50+ 1. deild karlaUpplýsingarSuðurnes
Íslandsmót golfklúbba – 50+ 2. deild karlaUpplýsingarSandgerði
Íslandsmót golfklúbba – 50+ 3. deild karlaUpplýsingarSelfoss/Hveragerði
Íslandsmót golfklúbba – 50+ 4. deild karlaUpplýsingarHellishólar
Exit mobile version