Lið Keilis frá vinstri: Birgir Björn Magnússon, Bjarki Snær Halldórsson, Daníel Ísak Steinarsson Svanberg Addi, Axel Bóasson, Gísli Sveinbergsson, Markús Marelsson heldur á bikarnum og Ólafur Þór Ágústsson liðsstjóri fagnar gríðarlega. Mynd/GK
Auglýsing

Íslandsmót golfklúbba 2022 í 2. deild karla fór fram á Öndverðarnesvelli dagana 19.-21. júií.

Alls tóku 8 golfklúbbar þátt og tryggði Keilir sér sæti í efstu deild að ári með því að sigra Golfklúbbinn Esju í úrslitaleik um laust sæti í 1. deild 2023, 4-1.

Nesklúbburinn varð í þriðja sæti en það varð hlutskipti Golfklúbbs Öndverðarness að falla í 3. deild.

Keilir féll úr efstu deild í fyrra en klúbburinn varð Íslandmeistari golfklúbba árið 2018 – í 15. sinn í sögu Keilis.

Lið Keilis var skipað sterkum leikmönnum og voru atvinnukylfingarnir Axel Bóasson og Gísli Sveinbergsson á meðal leikmanna GK.

Keilir sigraði örugglega í A-riðli þar sem að liðið vann 13 leiki af alls 15. Esja var einnig í A-riðli og komst í úrslitaleikinn með því að leggja Nesklúbbinn að velli í undanúrslitum en NK sigraði í B-riðli.

1.Golfklúbburinn KeilirGK
2.Golfklúbburinn EsjaGE
3. NesklúbburinnNK
4.Golfklúbburinn OddurGO
5.Golfklúbbur SetbergsGSE
6. Golfklúbburinn LeynirGL
7.Golfklúbbur FjallabyggðarGFB
8.Golfklúbbur Öndverðarness

Í A-riðli voru: Golfklúbburinn Keilir, Golfklúbbur Setbergs, Golfklúbburinn Leynir og Golfklúbburinn Esja.

Í B-riðli voru: Nesklúbburinn, Golfklúbburinn Oddur, Golfklúbbur Öndverðarness, Golfklúbbur Fjallabyggðar.

Smelltu hér fyrir upplýsingar um rástíma, stöðu og úrslit leikja – 2. deild karla

Í 2. deild karla voru leiknir tveir fjórmenningsleikir og þrír tvímenningsleikir í hverri umferð.

Golfklúbburinn Keilir (GK)

Axel Bóasson, Birgir Björn Magnússon, Bjarki Snær Halldórsson, Daníel Ísak Steinarsson, Gísli Sveinbergsson, Markús Marelsson, Rúnar Arnórsson og Svanberg Addi Stefánsson.

Nesklúbburinn (NK)

Bjarni Þór Lúðvíksson, Kjartan Óskar Guðmundsson, Ólafur Marel Árnason, Sveinn Þór Sigþórsson, Steinn Baugur Gunnarsson, Guðmundur Örn Árnason, Heiðar Steinn Gíslason og Magnús Máni Kærnested.

Golfklúbburinn Oddur (GO)

Sigurður Björn Waage Björnsson, Rögnvaldur Magnússon, Axel Óli Sigurjónsson, Tómas Sigurðsson, Skúli Ágúst Arnarson, Bjarki Þór Davíðsson, Óskar Bjarni Ingason og Birkir Þór Baldursson.

Golfklúbbur Setbergs (GSE)

Atli Már Grétarsson, Helgi Birkir Þórisson, Hjörtur Brynjarsson, Hrafn Guðlaugsson, Jón Karl Björnsson, Sigurður Aðalsteinsson, Tryggvi Valtýr Traustason og Þorsteinn Erik Geirsson.

Golfklúbburinn Leynir (GL)

Alex Hinrik Haraldsson, Björn Viktor Viktorsson, Guðmundur Sigurbjörnsson, Kári Kristvinsson, Kristvin Bjarnason, Pétur Vilbergur Georgsson, Tristan Traustason og Viktor Elvar Viktorsson.

Golfklúbbur Öndverðarness (GÖ)

Þórir Björgvinsson, Guðjón Bragason, Sindri Snær Skarphéðinsson, Haukur Guðjónsson, Ingi Hlynur Sævarsson, Þorbjörn Guðjónsson, Björn Guðjónsson og Börkur Geir Þorgeirsson.

Golfklúbbur Fjallabyggðar (GFB)

Sigurbjörn Þorgeirsson, Þorgeir Örn Sigurbjörnsson, Fylkir Þór Guðmundsson, Þröstur Sigvaldason, Þorleifur Gestsson, Gunnlaugur Elsuson, Sigurbjörn Hlíðar Jakobsson og Ármann Viðar Sigurðsson.

Golfklúbburinn Esja (GE)

Magnús Lárusson, Birgir Guðjónsson, Björn Þór Hilmarsson, Helgi Anton Eiríksson, Tómas Salmon, Guðjón Karl Þórisson, Hermann Geir Þórsson og Pétur Óskar Sigurðsson.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ