Íslandsmót golfklúbba 2. deild kvenna +50 ára flokki fór fram á Kirkjubólsvelli hjá hjá Golfklúbbi Sandgerðis dagana 19.-21. ágúst.
Alls tóku 8 klúbbar þátt og þar sem að keppt var um Íslandsmeistaratitilinn í 2. deild 2021 í +50 ára.
Leikið var í tveimur riðlum og komust tvö efstu liðin í undanúrslit.
Efsta liðið úr A-riðli lék gegn liði nr. 2 úr B-riðli.
Efsta liðið úr B-riðli lék gegn liði nr. 2 úr A-riðli. Liðin sem enduðu í sætum 3-4 í A og B riðli léku um sæti 5-8.
Golfklúbburinn Leynir frá Akranesi og Golfklúbbur Suðurnesja léku til úrslita um sigurinn í 2. deild kvenna. Þar hafði Leynir betur 2-1 og leikur Leynir í efstu deild að ári.
Golfklúbbur Kiðjabergs endaði í þriðja sæti.

Smelltu hér fyrir rástíma, úrslit, stöðu og ýmsar aðrar upplýsingar:
| A-riðill | |
| Golfklúbbur Hamar Dalvík / Fjallabyggð, GHD – GBF Björg Traustadóttir, Indíana Auður Ólafsdóttir, Sigriður Guðmundsdóttir, Jóna Kristín Kristjánsdóttir, Sólveig Kristjánsdóttir, Marsibil Sigurðardóttir. | |
| Golfklúbbur Selfoss, GOS Auður Róseyjardóttir, Ásta Sigurðardóttir, María Ragna Lúðvígsdóttir, Olga Lísa Garðarsdóttir, Petrína Freyja Sigurðardóttir. | |
| Golfklúbbur Suðurnesja, GS Anna María Sveinsdóttir, Guðríður Vilbertsdóttir, Helga Sveinsdóttir, Karitas Sigurvinsdóttir, Sigurrós Guðrúnardóttir, Þóranna Andrésdóttir. | |
| Golfklúbburinn Setberg, GSE Lovísa Hermannsdóttir, Herdís Hermannsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Jóhanna Margrét Sveinsdóttir, Helga Ívarsdóttir, Herdís Sigurjónsdóttir. |
| B-riðill | |
| Golfklúbbur Kiðjabergs, GKB Brynhildur Sigursteinsdóttir, Regína Sveinsdóttir, Bergljót Kristinsdóttir, Guðný Tómasdóttir, Þuríður Ingólfsdóttir, Áslaug Sigurðardóttir. | |
| Golfklúbbur Öndverðarness, GÖ Guðfinna Þorsteinsdóttir, Soffía Björnsdóttir, Ljósbrá Baldursdóttir, Sigrún Bragadóttir, Irma Mjöll Gunnarsdóttir | |
| Golfklúbburinn Leynir, GL Helga Rún Guðmundsdóttir, Ruth Einarsdóttir María Björg Sveinsdóttir, Sigríður Ellen Blumenstein, Ellen Ólafsdóttir, Elísabet Valdimarsdóttir. | |
| Golfklúbbur Hveragerðis, GHG Þuríður Gísladóttir, Margrét Jóna Bjarnadóttir, Soffía Theodórsdóttir Harpa Rós Björgvinsdóttir, Ingibjörg Mjöll Pétursdóttir, Inga Dóra Konráðsdóttir. |
