Golfsamband Íslands

Íslandsmót golfklúbba 2021 – 1. deild kvenna og karla – rástímar, úrslit leikja, myndir og ýmsar aðrar upplýsingar

Íslandsmót golfklúbba 2021 í efstu deild kvenna – og karla fór fram dagana 22.-24. júlí. Leikið var á tveimur keppnisvöllum líkt og gert hefur verið undanfarin tvö ár. Keppnisvellirnir voru Hlíðavöllur í Mosfellsbæ og Korpúlfsstaðavöllur (Sjórinn/Áinn).

GR fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í kvennaflokki eftir 3 1/2 – 1 1/2 sigur gegn GM. Í leiknum um þriðja sætið hafði GA betur GKG.

GR fagnaði einnig Íslandsmeistaratitlinum í karlaflokki eftir 3-2 sigur gegn GKG. Í leiknum um þriðja sætið hafði GOS betiur gegn GV.

Sjá úrslitin hér fyrir neðan. Fréttin verður uppfærð.

Íslandsmeistarasveit GR. Mynd/seth@golf.is
Íslandsmeistaralið Golfklúbbs Reykjavíkur. Mynd/seth@golf.is
Íslandsmeistarasveit GR. Mynd/seth@golf.is
Íslandsmeistarasveit GR. Mynd/seth@golf.is
Golfklúbbur Mosfellsbæjar endaði í öðru sæti. Mynd/seth@golf.is
Golfklúbbur Kólpavogs og Garðabæjar endaði í öðru sæti. Mynd/seth@golf.is
Golfklúbbur Akureyrar endaði í þriðja sæti. Mynd/seth@golf.,is
Golfklúbbur Selfoss endaði í þriðja sæti. Mynd/seth@golf.is

Skor og staða úr úrslitaleikjunum

Úrslitaleikir karlar – GKG – GR / GV – GOS – staða og úrslit:

Úrslitaleikir konur – GR – GM / GKG – GA – staða og úrslit:

Leikir um 5.-8. sæti karlar – GA-GS-GM-GK – staða og úrslit:

Leikir um 5.-8. sæti konur – GSS-GO-GK-GV -staða og úrslit:

Undanúrslit:

Myndasafn frá Íslandsmóti golfklúbba 2021 er hér:

GKG og GR leika til úrslita í karlaflokki eftir hörkuleiki í undanúrslitum. GKG lék gegn GV. Þar höfðu Eyjamenn betur í báðum fjórmenningsleikjunum og þurftu því aðeins einn sigur úr þremur tvímenningsleikjum sem voru þá eftir. Aron Snær Júlíusson landaði sigrinum fyrir GKG með 2/1 sigri gegn Kristófer Tjörva Einarssyni en áður höfðu þeir Sigurður Arnar Garðarsson og Jón Gunnarsson sigrað nokkuð öruggulega í sínum viðureignum. GKG hefur sigrað í 1. deild karla undanfarin tvö ár en árangur GV er sá besti hjá klúbbnum í karlaflokki frá upphafi.

Golfklúbbur Reykjavíkur og Golfklúbbur Selfoss mættust í hinum undanúrslitaleiknum og var þetta í fyrsta sinn sem GOS leikur til undanúrslita í efstu deild í karlaflokki. GR hafði betur í báðum fjórmenningsleikjunum en í tvímenningsleikjunum var mikil spenna. Aron Emil Gunnarsson (GOS) sigraði Hákon Örn Magnússon á 18. braut en þeir voru í síðasta ráshóp í þessum leik. Á meðan voru félagar þeirra í bráðabana um sigurinn í leikjum sínum. Dagbjartur Sigurbrandsson tryggði GR þriðja stigið í leiknum með því að hafa betur gegn Pétri S. Pálssyni á þriðju holu í bráðabana eða 21. Holu. GR-ingurinn Andri Þór Björnsson og Andri Már Óskarsson voru einnig í bráðabana en þeir sömdu um jafntefli eftir að úrslitin voru ljós í leiknum sem var á undan þeim. GR er sigursælasta liðið í þessari keppni frá upphafi en GOS hefur aldrei áður leikið til undanúrslita og er þetta besti árangur klúbbsins frá upphafi.

Í undanúrslitum í kvennaflokki mættust GKG og GM. Þar sýndi hið unga og bráðefnilega lið GM styrk sinn með öruggum 4-1 sigri. Liðið er að mestu skipað leikmönnum úr stúlknalandsliði Íslands og hin þaulreynda Nína Björk Geirsdóttir er þeim til halds og trausts. GM sigraði í fyrstu fjórum viðureignunum en María Björk Pálsdóttir skilaði eina sigri GKG í þessum leik.

Golfklúbbur Reykjavíkur hefur titil að verja í 1. deild kvenna og liðið kom sér í úrslitaleikinn á ný með góðum 4 1/2 – 1/2 sigri gegn Golfklúbbi Akureyrar. GR gaf tóninn með því að vinna fjórmenningsleikinn og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir bætti síðan við stigi með öruggum 5/4 sigri.

Í karla – og kvennaflokki er keppt um sæti nr. 5.-8. en neðsta liðið fellur úr efstu deild. Í kvennaflokki er það ljóst að Golfklúbbur Vestmannaeyja og Golfklúbburinn Oddur leika hreinan úrslitaleik um fall. Golfklúbburinn Keilir og Golfklúbbur Skagafjarðar mætast í lokaumferðinni og sigurliðið endar í 5. sæti.

Hér má sjá stöðuna í keppninni um 5.-8. sæti í kvennaflokki.

Hér má sjá stöðuna í keppninni um 5.-8. sæti í karlaflokki.

Í karlaflokki er mikil spenna í leikjunum um 5.-8. sæti. Golfklúbbur Akureyrar er með 1,5 punkt í 5. sæti eins og stendur, Golfklúbbur Mosfellsbæjar er með 1 punkt líkt og Golfklúbbur Suðurnesja. Golfklúbburinn Keilir er með 1/2 punkt fyrir lokaumferðina. Það getur því allt gerst í lokaumferðinni þar sem að GK mætir GM og GS mætir GA.

Rástímaáætlun fyrir 1. deild kvenna og karla:

Keppnisfyrirkomulagið er með hefðbundnu sniði.

Alls eru átta golfklúbbar í efstu deild og er þeim skipt upp í tvo riðla.

Tveir efstu klúbbarnir úr hvorum riðli leika til undanúrslita.

Í undanúrslitum leikur efsti klúbburinn úr A-riðli við klúbb nr. 2 úr B riðli – og efsti klúbburinn úr B-riðli leikur gegn klúbbi nr. 2 úr A-riðli.

Í karlaflokki er keppt um Íslandsmeistaratitilinn í efstu deild í 61. sinn en fyrst var keppt árið 1961.

Í kvennaflokki var keppt í fyrsta sinn um Íslandsmeistaratitilinn í efstu deild árið 1982 og er mótið í ár það 40. í röðinni í kvennaflokki.

Í karlaflokki hefur Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar fagnað Íslandsmeistaratitlinum undanfarin tvö ár en í kvennaflokki hefur Golfklúbbur Reykjavíkur titil að verja.

Golfklúbbur Reykjavíkur er með flesta titla í karlaflokki eða 24 alls en frá árinu 1961 hafa alls sjö klúbbar fagnað þessum titli.

Golfklúbbur Reykjavíkur er einnig með flesta titla í kvennaflokki en GR hefur fagnað þessum titli í 21 skipti en alls hafa fjórir klúbbar staðið uppi sem sigurvegarar í efstu deild kvenna á Íslandsmóti golfklúbba.

Undanúrslit karlar – GKG – GV / GR – GOS – staða og úrslit:

Undanúrslit konur – GKG – GM / GR – GA – staða og úrslit:

Leikir um 5.-8. sæti karlar – GA-GS-GM-GK – staða og úrslit:

Leikir um 5.-8. sæti konur – GSS-GO-GK-GV -staða og úrslit:

Rástímaáætlun fyrir 1. deild kvenna og karla:

2. keppnisdagur:

Karlar

Í A-riðli karla fór GKG í gegnum riðilinn með tvo sigra og eitt jafntefli sem skilaði efsta sætinu og sæti í undanúrslitum. Gríðarleg spenna var um annað sætið þar sem að GOS og GA voru í harðri baráttu en liðin áttust við í lokaumferð riðlakeppninnar. Liðin skildu jöfn líkt og GKG og GM. Það skilaði GKG efsta sætinu og GOS fór áfram í undanúrslit með aðeins 1/2 vinningi meira en GA.

Í B-riðli karla var sama uppi á teningnum. GR sýndi styrk sinn og sigraði í öllum þremur leikjunum – nokkuð örugglega. Baráttan um annað sætið og sæti í undanúrslitum í lokaumferðinni var á milli GV og GS. Þar var spennan í hámarki en liðin skildu að lokum jöfn 2 1/2 – 2 1/2 og GV fór áfram í undanúrslit með 1/2 vinningi meira en GS. GK og GS leika um 5.-8. sætið.

Konur

Í A-riðli kvenna sýndu GR og GKG styrk sinn þar sem að GR vann alla þrjá leiki sína en GKG var með 2 sigra og fylgdi GR í undanúrslitin. GSS og GO leika um 5.-8. sætið en GSS hafði betur gegn GO í lokaumferðinni.

Í B-riðli var GM með nokkra yfirburði og vann sveitin alla þrjá leiki sína örugglega. GA gaf tóninn í 1. umferð með góðum sigri gegn GK sem lagði grunninn að því að GA fer áfram í undanúrslit ásamt GM. GK og GV leika um 5.-8. sætið en GK hafði betur gegn GV í lokaumferð riðilsins.

A- riðill karlar – staða og úrslit (GKG – GM- GA-GOS).

B- riðill karlar – staða og úrslit (GK-GR-GV-GS).

A- riðill kvenna – staða og úrslit (GR-GKG-GSS-GO).

B- riðill kvenna – staða og úrslit (GK-GM-GV-GA).

1. deild kvenna:

A- riðill kvenna – staða og úrslit (GR-GKG-GSS-GO).

B- riðill kvenna – staða og úrslit (GK-GM-GV-GA).

1. keppnisdagur:

Að loknum 1. keppnisdegi í kvennaflokki eru GR og GKG með fullt hús stiga eftir tvo sigurleiki í A-riðli. GO og GSS eru án sigurs. Í 1. umferð sigraði GR lið GO örugglega, og það sama var uppi á teningnum í viðureign GKG gegn GSS. Í 2. umferð sigraði GR lið GSS og GKG sigraði GO.

Í B-riðli í kvennaflokki er spennan mikil þar sem að GM er með tvo sigra í fyrstu tveimur umferðunum. GK og GA eru með einn sigur en GV hefur tapað báðum viðureignum sínum. GA sigraði GK, og GM vann GV í 1. umferð. Í 2. umferð sigraði GK lið GV og GM sigraði GA.

A-riðill
Golfklúbbur Reykjavíkur (GR):
Berglind Björnsdóttir, Eva Karen Björnsdóttir, Auður Sigmundsdóttir,
Nína Margrét Valtýsdóttir, Ásdís Valtýsdóttir, Bjarney Ósk Harðardóttir,
Árný Eik Dagsdóttir, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir.
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (GKG):
Anna Júlía Ólafsdóttir, Eva María Gestsdóttir, Gunnhildur Hekla Gunnarsdóttir,
Íris Lorange Káradóttir, Karen Lind Stefánsdóttir, Ingunn Gunnarsdóttir
Katrín Hörn Daníelsdóttir, María Björk Pálsdóttir.
Golfklúbbur Skagafjarðar (GSS):
Anna Karen Hjartardóttir, Dagbjört Rós Hermundsdóttir, Hildur Heba Einarsdóttir,
Sigríður Elín Þórðardóttir, Sólborg Björg Hermundsdóttir,
Telma Ösp Einarsdóttir, Una Karen Guðmundsdóttir.
Golfklúbburinn Oddur (GO:)
Etna Sigurðardóttir, Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir,
Kristjana S Þorsteinsdóttir, Bryndís Hanna Hreinsdóttir,
Berglind Rut Hilmarsdóttir, Hrönn K. Sch. Hallgrímsdóttir, Laufey Sigurðardóttir.
B-riðill
Golfklúbburinn Keilir (GK):
Anna Sólveig Snorradóttir, Sigurlaug Rún Jónsdóttir, Þórdís Geirsdóttir,
Signý Arnórsdóttir, Inga Lilja Hilmarsdóttir, Marianna Ulriksen,
Anna Snædís Sigmarsdóttir, Kristín Sigurbergsdóttir.
Golfklúbbur Mosfellsbæjar (GM):
Arna Rún Kristjánsdóttir, Berglind Erla Baldursdóttir, María Eir Guðjónsdóttir,
Hekla Ingunn Daðadóttir, Katrín Sól Davíðsdóttir, Kristín Sól Guðmundsdóttir,
Nína Björk Geirsdóttir, Sara Kristinsdóttir.
Golfklúbbur Vestmannaeyja (GV):
Alda Harðardóttir, Ásta Björt Júlíusdóttir, Hrönn Harðardóttir,
Katrín Harðardóttir, Sara Jóhannsdóttir, Thelma Sveinsdóttir,
Guðlaug Gísladóttir, Þóra Ólafsdóttir.
Golfklúbbur Akureyrar (GA):
Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, Andrea Ýr Ásmundsdóttir, Auður Bergrún Snorradóttir,
Lana Sif Harley, Kara Líf Antonsdóttir, Guðrún María Aðalsteinsdóttir,
Kristín Lind Arnþórsdóttir, Birna Rut Snorradóttir.

1. deild karla:

A- riðill karlar – staða og úrslit (GKG – GM- GA-GOS).

B- riðill karlar – staða og úrslit (GK-GR-GV-GS).

1. keppnisdagur

Í karlaflokki er mikil spenna í báðum riðlunum. GKG sigraði báðar viðureignir sínar í A-riðli en GOS og GA eru með einn sigur. GM er á botni riðilsins eftir að hafa tapað báðum leikjum sínum í dag. GKG sigraði GOS í 1. umferð og GA hafði betur gegn GM. Í 2. umferð hélt GKG uppteknum hætti og sigraði GA, og GOS hafði betur gegn GM.

Golfklúbbur Reykjavíkur er í góðri stöðu með tvo sigra – GV og GS eru með einn sigur en GK er án sigurs eftir tvær umferðir. Í 1. umferð sigraði GS lið GK, og GR hafði betur gegn GV. Í 2. umferð sigraði GV lið GK og GR sigraði GS nokkuð örugglega.

A-riðill
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (GKG):
Aron Snær Júlíusson, Breki Gunnarsson Arndal, Gunnlaugur Árni Sveinsson,
Hlynur Bergsson, Jón Gunnarsson, Kristófer Orri Þórðarson,
Ragnar Már Garðarsson, Sigurður Arnar Garðarsson.
Golfklúbbur Mosfellsbæjar (GM):
Björn Óskar Guðjónsson, Dagur Ebenezersson, Ingi Þór Ólafson, Kristján Þór Einarsson, Kristófer Karl Karlsson, Ragnar Már Ríkarðsson, Sverrir Haraldsson, Theodór Emil Karlsson.
Golfklúbbur Akureyrar (GA):
Eyþór Hrafnar Ketilsson, Heiðar Davíð Bragason, Lárus Ingi Antonsson, Tumi Hrafn Kúld, Víðir Steinar Tómasson, Ævarr Freyr Birgisson, Óskar Páll Valsson, Örvar Samúelsson.
Golfklúbbur Selfoss (GOS):
Andri Már Óskarsson, Arnór Ingi Gíslason, Aron Emil Gunnarsson,
Heiðar Snær Bjarnason, Hlynur Geir Hjartarson, Kristinn Sölvi Sigurgeirsson,
Pétur Sigurdór Pálsson, Símon Leví Héðinsson.
B-riðill
Golfklúbburinn Keilir (GK):
Helgi Snær Björgvinsson, Sveinbjörn Guðmundsson, Rafn Halldórsson,
Bjarki Snær Halldórsson, Vikar Jónasson, Birgir Björn Magnússon,
Svanberg Addi Stefánsson, Daníel Ísak Steinarsson.
Golfklúbbur Reykjavíkur (GR):
Andri Þór Björnsson, Sigurður Bjarki Blumenstein, Viktor Ingi Einarsson, Jóhannes Guðmundsson, Tómas Eiríksson Hjaltested, Hákon Örn Magnússon,
Böðvar Bragi Pálsson, Dagbjartur Sigurbrandsson.
Golfklúbbur Vestmannaeyja GV:
Kristófer Tjörvi Einarsson, Einar Gunnarsson, Karl Haraldsson, Hallgrímur Júlíusson,
Rúnar Þór Karlsson, Lárus Garðar Long, Daníel Ingi Sigurjónsson, Sigurbergur Sveinsson.
Golfklúbbur Suðurnesja (GS):
Hafliði Már Brynjarsson, Rúnar Óli Einarsson, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson,
Pétur Þór Jaidee, Guðfinnur Sævald Jóhannsson, Róbert Smári Jónsson,
Björgvin Sigmundsson, Sigurpáll Geir Sveinsson.

Íslandsmót golfklúbba GSÍ – Íslandsmeistarar frá upphafi

Karlaflokkur:

1961 Golfklúbbur Akureyrar
1962 Golfklúbbur Akureyrar
1963 Golfklúbbur Akureyrar
1964 Golfklúbbur Akureyrar
1965 Golfklúbbur Akureyrar
1966 Golfklúbbur Akureyrar
1967 Golfklúbbur Reykjavíkur
1968 Golfklúbbur Reykjavíkur
1969 Golfklúbbur Reykjavíkur
1970 Golfklúbbur Reykjavíkur
1971 Golfklúbbur Akureyrar
1972 Golfklúbbur Reykjavíkur
1973 Golfklúbbur Suðurnesja
1974 Golfklúbburinn Keilir
1975 Golfklúbbur Reykjavíkur
1976 Golfklúbbur Reykjavíkur
1977 Golfklúbburinn Keilir
1978 Golfklúbburinn Keilir
1979 Golfklúbbur Reykjavíkur
1980 Golfklúbbur Reykjavíkur
1981 Golfklúbbur Reykjavíkur
1982 Golfklúbbur Suðurnesja
1983 Golfklúbbur Reykjavíkur
1984 Golfklúbbur Reykjavíkur
1985 Golfklúbbur Reykjavíkur
1986 Golfklúbbur Reykjavíkur
1987 Golfklúbbur Reykjavíkur
1988 Golfklúbburinn Keilir
1989 Golfklúbburinn Keilir
1990 Golfklúbburinn Keilir
1991 Golfklúbburinn Keilir
1992 Golfklúbbur Reykjavíkur
1993 Golfklúbburinn Keilir
1994 Golfklúbbur Reykjavíkur
1995 Golfklúbburinn Keilir
1996 Golfklúbbur Suðurnesja
1997 Golfkúbbur Reykjavíkur
1998 Golfklúbbur Akureyrar
1999 Golfklúbbur Reykjavíkur
2000 Golfklúbburinn Keilir
2001 Golfklúbbur Reykjavíkur
2002 Golfklúbbur Reykjavíkur
2003 Golfklúbbur Reykjavíkur
2004 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2005 Golfklúbburinn Kjölur
2006 Golfklúbburinn Kjölur
2007 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2008 Golfklúbburinn Keilir
2009 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2010 Golfklúbbur Reykjavíkur
2011 Golfklúbbur Reykjavíkur
2012 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2013 Golfklúbburinn Keilir
2014 Golfklúbburinn Keilir
2015 Golfklúbbur Mosfellsbæjar
2016 Golfklúbburinn Keilir
2017 Golklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2018 Golfklúbburinn Keilir
2019 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2020 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2021 Golfklúbbur Reykjavíkur

Fjöldi titla:

Golfklúbbur Reykjavíkur (25)
Golfklúbburinn Keilir (15)
Golfklúbbur Akureyrar (8)
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (7)
Golfklúbbur Suðurnesja (3)
Golfklúbburinn Kjölur (2)
Golfklúbbur Mosfellsbæjar (1)

Íslandsmót golfklúbba GSÍ – Íslandsmeistarar frá upphafi


Kvennaflokkur:


1982 Golfklúbbur Reykjavíkur
1983 Golfklúbbur Reykjavíkur
1984 Golfklúbbur Reykjavíkur
1985 Golfklúbburinn Keilir
1986 Golfklúbbur Reykjavíkur
1987 Golfklúbbur Reykjavíkur
1988 Golfklúbbur Reykjavíkur
1989 Golfklúbburinn Keilir
1990 Golfklúbbur Reykjavíkur
1991 Golfklúbburinn Keilir
1992 Golfklúbbur Reykjavíkur
1993 Golfklúbbur Reykjavíkur
1994 Golfklúbburinn Keilir
1995 Golfklúbburinn Keilir
1996 Golfklúbburinn Keilir
1997 Golfklúbburinn Keilir
1998 Golfklúbburinn Kjölur
1999 Golfklúbbur Reykjavíkur
2000 Golfklúbbur Reykjavíkur
2001 Golfklúbburinn Kjölur
2002 Golfklúbburinn Keilir
2003 Golfklúbburinn Keilir
2004 Golfklúbbur Reykjavíkur
2005 Golfklúbbur Reykjavíkur
2006 Golfklúbburinn Keilir
2007 Golfklúbburinn Kjölur
2008 Golfklúbburinn Keilir
2009 Golfklúbburinn Keilir
2010 Golfklúbbur Reykjavíkur
2011 Golfklúbbur Reykjavíkur
2012 Golfklúbbur Reykjavíkur
2013 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2014 Golfklúbburinn Keilir
2015 Golfklúbbur Reykjavíkur
2016 Golfklúbbur Reykjavíkur
2017 Golfklúbbur Reykjavíkur
2018 Golfklúbbur Reykjavíkur
2019 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2020 Golfklúbbur Reykjavíkur
2021 Golfklúbbur Reykjavíkur

Fjöldi titla:
Golfklúbbur Reykjavíkur (22)
Golfklúbburinn Keilir (13)
Golfklúbburinn Kjölur / Golfklúbbur Mosfellsbæjar (3)
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (2)

Liðin eru skipuð eftirtöldum leikmönnum:

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (GKG): Anna Júlía Ólafsdóttir, Eva María Gestsdóttir, Gunnhildur Hekla Gunnarsdóttir, Íris Lorange Káradóttir, Karen Lind Stefánsdóttir, Ingunn Gunnarsdóttir, Katrín Hörn Daníelsdóttir, María Björk Pálsdóttir.

Golfklúbbur Reykjavíkur (GR): Berglind Björnsdóttir, Eva Karen Björnsdóttir, Auður Sigmundsdóttir, Nína Margrét Valtýsdóttir, Ásdís Valtýsdóttir, Bjarney Ósk Harðardóttir, Árný Eik Dagsdóttir, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir.

Golfklúbbur Skagafjarðar (GSS): Anna Karen Hjartardóttir, Dagbjört Rós Hermundsdóttir, Hildur Heba Einarsdóttir, Sigríður Elín Þórðardóttir, Sólborg Björg Hermundsdóttir, Telma Ösp Einarsdóttir, Una Karen Guðmundsdóttir.

Golfklúbburinn Oddur (GO): Etna Sigurðardóttir, Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir, Kristjana S Þorsteinsdóttir, Bryndís Hanna Hreinsdóttir, Berglind Rut Hilmarsdóttir, Hrönn K. Sch. Hallgrímsdóttir, Laufey Sigurðardóttir.

Golfklúbbur Akureyrar (GA): Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, Andrea Ýr Ásmundsdóttir, Auður Bergrún Snorradóttir, Lana Sif Harley, Kara Líf Antonsdóttir, Guðrún María Aðalsteinsdóttir, Kristín Lind Arnþórsdóttir, Birna Rut Snorradóttir.

Golfklúbbur Mosfellsbæjar (GM): Arna Rún Kristjánsdóttir, Berglind Erla Baldursdóttir, María Eir Guðjónsdóttir, Hekla Ingunn Daðadóttir, Katrín Sól Davíðsdóttir, Kristín Sól Guðmundsdóttir, Nína Björk Geirsdóttir, Sara Kristinsdóttir.

Golfklúbbur Vestmannaeyja (GV): Alda Harðardóttir, Ásta Björt Júlíusdóttir, Hrönn Harðardóttir, Katrín Harðardóttir, Sara Jóhannsdóttir, Thelma Sveinsdóttir, Guðlaug Gísladóttir, Þóra Ólafsdóttir.

Golfklúbburinn Keilir (GK): Anna Sólveig Snorradóttir, Sigurlaug Rún Jónsdóttir, Þórdís Geirsdóttir, Signý Arnórsdóttir, Inga Lilja Hilmarsdóttir, Marianna Ulriksen, Anna Snædís Sigmarsdóttir, Kristín Sigurbergsdóttir.

Golfklúbbur Akureyrar (GA): Eyþór Hrafnar Ketilsson, Heiðar Davíð Bragason, Lárus Ingi Antonsson, Tumi Hrafn Kúld, Víðir Steinar Tómasson, Ævarr Freyr Birgisson, Óskar Páll Valsson, Örvar Samúelsson.

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (GKG): Aron Snær Júlíusson, Breki Gunnarsson Arndal, Gunnlaugur Árni Sveinsson, Hlynur Bergsson, Jón Gunnarsson, Kristófer Orri Þórðarson, Ragnar Már Garðarsson, Sigurður Arnar Garðarsson.

Golfklúbbur Mosfellsbæjar (GM): Björn Óskar Guðjónsson, Dagur Ebenezersson, Ingi Þór Ólafson, Kristján Þór Einarsson, Kristófer Karl Karlsson, Ragnar Már Ríkarðsson, Sverrir Haraldsson, Theodór Emil Karlsson.

Golfklúbbur Selfoss (GOS): Andri Már Óskarsson, Arnór Ingi Gíslason, Aron Emil Gunnarsson, Heiðar Snær Bjarnason, Hlynur Geir Hjartarson, Kristinn Sölvi Sigurgeirsson, Pétur Sigurdór Pálsson, Símon Leví Héðinsson.

Golfklúbbur Reykjavíkur (GR): Andri Þór Björnsson, Sigurður Bjarki Blumenstein, Viktor Ingi Einarsson, Jóhannes Guðmundsson, Tómas Eiríksson Hjaltested, Hákon Örn Magnússon, Böðvar Bragi Pálsson, Dagbjartur Sigurbrandsson.

Golfklúbbur Suðurnesja (GS): Hafliði Már Brynjarsson, Rúnar Óli Einarsson, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, Pétur Þór Jaidee, Guðfinnur Sævald Jóhannsson, Róbert Smári Jónsson, Björgvin Sigmundsson, Sigurpáll Geir Sveinsson.

Golfklúbbur Vestmannaeyja (GV): Kristófer Tjörvi Einarsson, Einar Gunnarsson, Karl Haraldsson, Hallgrímur Júlíusson, Rúnar Þór Karlsson, Lárus Garðar Long, Daníel Ingi Sigurjónsson, Sigurbergur Sveinsson.

Golfklúbburinn Keilir (GK): Helgi Snær Björgvinsson, Sveinbjörn Guðmundsson, Rafn Halldórsson, Bjarki Snær Halldórsson, Vikar Jónasson, Birgir Björn Magnússon, Svanberg Addi Stefánsson, Daníel Ísak Steinarsson.

Exit mobile version