Auglýsing

Íslandsmót golfklúbba í 3. deild karla fór fram á Skeggjabrekkuvelli hjá Golfklúbbi Fjallabyggðar dagana 21.-23. ágúst 2020.

Alls tóku 8 klúbbar þátt og var baráttan hörð um að komast upp í 2. deild og einnig um fall í 4. deild.

Golfklúbbur Fjallabyggðar (GFB) sigraði Golfklúbb Grindavíkur (GG) í úrslitaleiknum og tryggði sér sæti í 2. deild að ári. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar (GVS) féll úr 3. deild og leikur í 4. deild á næsta ári.

Íslandsmót golfklúbba – 3. deild karla Golfklúbbur Fjallabyggðar.

Lokastaðan:

*Efsta liðið fer upp um deild og það neðsta fellur niður um deild.

1. Golfklúbbur Fjallabyggðar (GFB)
2. Golfklúbbur Grindavíkur (GG)
3. Golfklúbburinn Flúðir (GF)
4. Golfklúbbur Norðfjarðar (GN)
5. Golfklúbbur Borgarness (GB)
6. Golfklúbbur Ísafjarðar (GÍ)
7. Golfklúbbur Hveragerðis (GHG)
8. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar (GVS)

Golfklúbbur Fjallabyggðar. Mynd/Svavar Berg Magnússon
Golfklúbbur Grindavíkur, GG. Mynd/Svavar Berg Magnússon.
Golfklúbburinn Flúðir (GF). Mynd/Svavar Berg Magnússon.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ