Íslandsmóti eldri kylfinga lauk þann 19. júlí á Strandarvelli hjá Golfklúbbi Hellu.
Keppendur voru alls 85 og voru leiknar 54 holur á þremur keppnisdögum. Í kvennaflokki voru 24 keppendur og 61 í karlaflokki.
Keppt var í tveimur aldursflokkum hjá báðum kynjum, 50 ára og eldri, og 65 ára og eldri.
Þórdís Geirsdóttir, GK, vann mótið í flokki 50 ára og eldri kvenna. Þórdís lék mótið á tíu höggum yfir pari, og vann flokkinn með sextán höggum. Hringir hennar voru 76-72-72 högg. Þórdís hefur nú unnið mótið í tíu af síðustu ellefu skiptum, en hún endaði í öðru sæti í fyrra. Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG, sem sigraði mótið í fyrra, endaði í öðru sæti á +26. Hörkubarátta var um bronsið, en Írunn Ketilsdóttir, GM, varð einu höggi á undan Elsu Nielsen, NK. Írunn fékk örn á 17. holuna, sem reyndist mikilvægt högg í baráttunni um verðlaunasæti.
Sigurbjörn Þorgeirsson, GFB, sigraði flokk 50 ára og eldri karla eftir frábæra spilamennsku. Sigurbjörn lauk leik á fjórum undir pari í heildina, með skor upp á þrjá undir par á síðasta keppnisdegi. Enginn fékk fleiri fugla en Ólafsfirðingurinn, eða 12 stykki. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS, varð annar á tveimur yfir pari og Ólafur Hreinn Jóhannesson, GSE, varð þriðji á þremur yfir.
Gífurleg spenna var í flokki 65 ára og eldri kvenna. Þrír kylfingar voru jafnir fyrir lokaholuna á 27 höggum yfir pari. María Málfríður Guðnadóttir, GKG, gerði sér lítið fyrir og fékk fugl á 54. holunni og sigraði með því flokkinn. Steinunn Sæmundsdóttir, GR, fékk par og hafnaði í öðru sæti. Ríkjandi meistarinn, Guðrún Garðars, GR, fékk skolla og þurfti að sætta sig við þriðja sætið.
Hannes Eyvindsson, GR, varði titil sinn í karlaflokki 65 ára og eldri, en hann var fimm höggum betri en Hlöðver Sigurgeir Guðnason, GR. Magnús Birgisson, GK, varð þriðji. Hannes varð þrívegis Íslandsmeistari í golfi á árunum 1978-1980.

Úrslit:
Konur +50 ára:
- Þórdís Geirsdóttir, GK 220 högg (+10) (76-72-72).
- Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG 236 högg (+26) (80-74-82).
- Írunn Ketilsdóttir, GM 244 högg(+34) (80-85-79).
Karlar +50 ára:
- Sigurbjörn Þorgeirsson, GFB 206 högg (-4) (69-70-67).
- Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS 212 högg (+2) (72-67-73).
- Ólafur Hreinn Jóhannesson, GSE 213 högg (+3) (68-71-74).
Konur +65 ára:
- María Málfríður Guðnadóttir, GKG 236 högg (+26) (81-74-81).
- Steinunn Sæmundsdóttir, GR 237 högg (+27) (74-83-80).
- Guðrún Garðars, GR 238 högg (+28) (83-75-80).
Karlar +65 ára:
- Hannes Eyvindsson, GR 227 högg (+17) (76-75-76).
- Hlöðver Sigurgeir Guðnason, GKG 232 högg (+22) (75-77-80).
- Magnús Birgisson, GK 234 högg (+24) (83-76-75).
Smelltu hér fyrir úrslit:
Keppendur komu frá 18 mismunandi klúbbum víðsvegar af landinu. GR var með flesta keppendur eða 20 alls og GKG með 16.
Í flokki +50 karla voru 47 keppendur.
Sigurbjörn Þorgeirsson var þar með lægstu forgjöfina, +0.7, en hæsta forgjöfin var 15.7.
Fornafn | Eftirnafn | Klúbbur | Forgjöf | |
1 | Sigurbjörn | Þorgeirsson | Golfklúbbur Fjallabyggðar | +0.7 |
2 | Guðmundur Rúnar | Hallgrímsson | Golfklúbbur Suðurnesja | +0.6 |
3 | Kristvin | Bjarnason | Golfklúbburinn Leynir | +0.1 |
4 | Jón | Karlsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 0.2 |
5 | Ólafur Auðunn | Gylfason | Golfklúbbur Akureyrar | 0.6 |
6 | Helgi Anton | Eiríksson | Golfklúbburinn Esja | 0.8 |
7 | Árni Páll | Hansson | Golfklúbburinn Esja | 0.8 |
8 | Siggeir | Vilhjálmsson | Golfklúbburinn Setberg | 0.8 |
9 | Ragnar Þór | Ragnarsson | Golfklúbburinn Esja | 0.9 |
10 | Halldór Sævar | Birgisson | Golfklúbbur Hornafjarðar | 1 |
11 | Frans Páll | Sigurðsson | Golfklúbburinn Setberg | 1.2 |
12 | Júlíus | Hallgrímsson | Golfklúbbur Vestmannaeyja | 1.3 |
13 | Tryggvi Valtýr | Traustason | Golfklúbburinn Setberg | 1.4 |
14 | Guðmundur | Arason | Golfklúbbur Reykjavíkur | 1.8 |
15 | Einar | Long | Golfklúbbur Reykjavíkur | 1.9 |
16 | Kristinn | Óskarsson | Golfklúbbur Sandgerðis | 1.9 |
17 | Magnús | Bjarnason | Golfklúbbur Reykjavíkur | 2.2 |
18 | Derrick John | Moore | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 2.3 |
19 | Ólafur Hreinn | Jóhannesson | Golfklúbburinn Setberg | 2.4 |
20 | Halldór Ásgrímur | Ingólfsson | Golfklúbburinn Keilir | 2.7 |
21 | Gunnar Páll | Þórisson | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 2.8 |
22 | Sturla | Ómarsson | Golfklúbbur Kiðjabergs | 3.5 |
23 | Anton Ingi | Þorsteinsson | Golfklúbbur Akureyrar | 3.9 |
24 | Sigurður Elvar | Þórólfsson | Golfklúbburinn Leynir | 4.2 |
25 | Böðvar | Bergsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 4.6 |
26 | Ármann Viðar | Sigurðsson | Golfklúbbur Fjallabyggðar | 4.6 |
27 | Grímur | Þórisson | Golfklúbbur Fjallabyggðar | 4.6 |
28 | Hlynur | Jóhannsson | Golfklúbbur Sandgerðis | 5 |
29 | Arnsteinn Ingi | Jóhannesson | Golfklúbbur Akureyrar | 5.2 |
30 | Sigurður Hreiðar | Jónsson | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 5.5 |
31 | Rúnar | Jónsson | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 5.8 |
32 | Jón Kristbjörn | Jónsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 6 |
33 | Sigurður Árni | Reynisson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 6.1 |
34 | Hörður Hinrik | Arnarson | Golfklúbburinn Keilir | 6.5 |
35 | Karl Vídalín | Grétarsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 6.5 |
36 | Þröstur | Helgason | Golfklúbbur Reykjavíkur | 6.6 |
37 | Stefán | Jóhannesson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 6.7 |
38 | Stefán Viðar | Sigtryggsson | Golfklúbbur Hornafjarðar | 7.2 |
39 | Grímur | Arnarson | Golfklúbbur Selfoss | 7.3 |
40 | Þórhallur | Óskarsson | Golfklúbbur Sandgerðis | 8.5 |
41 | Sigurbjörn Hlíðar | Jakobsson | Golfklúbbur Fjallabyggðar | 8.7 |
42 | Gísli Guðni | Hall | Golfklúbbur Reykjavíkur | 8.8 |
43 | Þórhallur | Sverrisson | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 9.1 |
44 | Kjartan | Briem | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 11.8 |
45 | Tómas | Sigurðsson | Golfklúbbur Hellu | 14.6 |
46 | Iouri | Zinoviev | Golfklúbbur Reykjavíkur | 15.5 |
47 | Hákon | Sigursteinsson | Nesklúbburinn | 15.7 |
Í flokki kvenna +50 voru 15 leikmenn skráðir til leiks.
Þórdís Geirsdóttir var með lægstu forgjöfina, eða 0.5, en sú hæsta var 17.1.
Fornafn | Eftirnafn | Klúbbur | Forgjöf | |
1 | Þórdís | Geirsdóttir | Golfklúbburinn Keilir | 0.5 |
2 | Ragnheiður | Sigurðardóttir | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 5.4 |
3 | Elsa | Nielsen | Nesklúbburinn | 6.9 |
4 | Anna Snædís | Sigmarsdóttir | Golfklúbburinn Keilir | 7.5 |
5 | Ásta | Óskarsdóttir | Golfklúbbur Reykjavíkur | 9.1 |
6 | Írunn | Ketilsdóttir | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 9.3 |
7 | Signý Marta | Böðvarsdóttir | Golfklúbbur Reykjavíkur | 10.3 |
8 | Júlíana | Guðmundsdóttir | Golfklúbbur Reykjavíkur | 10.3 |
9 | Sigrún Edda | Jónsdóttir | Nesklúbburinn | 11.6 |
10 | Sigríður | Kristinsdóttir | Golfklúbbur Reykjavíkur | 12.3 |
11 | Ragnheiður | Stephensen | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 12.9 |
12 | Helga Þórdís | Guðmundsdóttir | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 13.4 |
13 | Harpa Iðunn | Sigmundsdóttir | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 15.3 |
14 | Kristín | Markúsdóttir | Nesklúbburinn | 15.7 |
15 | Auður Ósk | Þórisdóttir | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 17.1 |
Í flokki +65 ára karla voru 14 keppendur.
Lægstu forgjöfina bar Hannes Eyvindsson, 2.1, en hæsta forgjöfin var 17.1.
Fornafn | Eftirnafn | Klúbbur | Forgjöf | |
1 | Hannes | Eyvindsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 2.1 |
2 | Magnús | Birgisson | Golfklúbburinn Keilir | 2.8 |
3 | Kristján | Björgvinsson | Golfklúbbur Suðurnesja | 4.1 |
4 | Hlöðver Sigurgeir | Guðnason | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 7.1 |
5 | Páll | Ingólfsson | Golfklúbburinn Esja | 7.5 |
6 | Þorsteinn Reynir | Þórsson | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 8.4 |
7 | Helgi Svanberg | Ingason | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 8.9 |
8 | Erlingur | Jónsson | Golfklúbbur Sandgerðis | 9.1 |
9 | Þorgeir Ver | Halldórsson | Golfklúbbur Suðurnesja | 9.2 |
10 | Kári | Tryggvason | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 9.9 |
11 | Jóhann | Unnsteinsson | Golfklúbbur Hellu | 10.2 |
12 | Kristinn Þórir | Kristjánsson | Golfklúbburinn Keilir | 10.7 |
13 | Eggert | Eggertsson | Nesklúbburinn | 10.8 |
14 | Guðmundur Viktor | Gústafsson | Golfklúbbur Hólmavíkur | 17.1 |
Í flokki +65 ára kvenna voru 9 keppendur.
Lægsta forgjöf flokksins var 7.7 en sú hæsta 15.5.
Fornafn | Eftirnafn | Klúbbur | Forgjöf | |
1 | Steinunn | Sæmundsdóttir | Golfklúbbur Reykjavíkur | 7.7 |
2 | María Málfríður | G Guðnadóttir | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 8 |
3 | Guðrún | Garðars | Golfklúbbur Reykjavíkur | 9.8 |
4 | Jóhanna Ríkey | Sigurðardóttir | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 12.2 |
5 | Þyrí | Valdimarsdóttir | Nesklúbburinn | 12.6 |
6 | Elísabet | Böðvarsdóttir | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 13.8 |
7 | Ágústa Dúa | Jónsdóttir | Nesklúbburinn | 14.5 |
8 | Oddný | Sigsteinsdóttir | Golfklúbbur Reykjavíkur | 15 |
9 | Hanna Bára | Guðjónsdóttir | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 15.5 |