Auglýsing

Íslandsmót eldri kylfinga 2023 fer fram á Kirkjubólsvelli hjá Golfklúbbi Sandgerðis dagana 13.-15. júlí 2023.

Alls eru 113 keppendur og er keppt í fjórum flokkum, 50 ára og eldri í kvenna – og karlaflokki, og 65 ára og eldri í kvenna – og karlaflokki.

Meðalforgjöf keppenda í mótinu er 9.1. Í karlaflokki er meðalforgjöfin 8 og 12 í kvennaflokki.

Alls eru 23 keppendur í kvennaflokki 50 ára og eldri, og 9 keppendur í flokki 65 ára og eldri kvenna.

Í karlaflokki eru 49 keppendur í flokki 50 ára og eldri, og 32 keppendur í flokki 65 ára og eldri.

Eins og áður segir eru keppendur alls 113 og koma þeir frá 23 mismunandi golfklúbbum víðsvegar af landinu.

Átta klúbbar eru með keppendur í kvenna – og karlaflokki.

Flestir keppendur eru úr GR eða 32 alls, Keilir er með 17 alls, GKG með 13 og Nesklúbburinn er með 10 keppendur.

Rástímar hafa verið birtir – smelltu hér:

Staða og úrslit – smelltu hér:

Smelltu hér fyrir upplýsingar um mótið:

Ljósmyndir – smelltu hér fyrir myndasafn frá mótinu

GolfklúbburKarlarKonurSamtals
Golfklúbbur Reykjavíkur171532
Golfklúbburinn Keilir13417
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar7613
Nesklúbburinn8210
Golfklúbbur Suðurnesja426
Golfklúbbur Mosfellsbæjar415
Golfklúbbur Sandgerðis404
Golfklúbburinn Esja303
Golfklúbburinn Setberg303
Golfklúbbur Akureyrar112
Golfklúbburinn Oddur112
Golfklúbbur Fjallabyggðar202
Golfklúbbur Húsavíkur202
Golfklúbbur Hveragerðis202
Golfklúbburinn Leynir202
Golfklúbbur Ásatúns101
Golfklúbbur Borgarness101
Golfklúbbur Brautarholts101
Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs101
Golfklúbbur Hólmavíkur101
Golfklúbbur Hornafjarðar101
Golfklúbbur Selfoss101
Golfklúbbur Vestmannaeyja101

Leikinn er 54 holu höggleikur án forgjafar á þremur dögum. Keppt er samkvæmt gildandi reglugerð um Íslandsmót í golfi í flokkum eldri kylfinga og móta- og keppendareglum GSÍ.

Rásröð:

1. hringur, fimmtudagur: Rástímar frá klukkan 07:30 – 15:30

Rásröð: Konur 65+, Konur 50+, Karlar 50+, Karlar 65+

2. hringur, föstudagur: Rástímar frá klukkan 07:30 – 15:30

Rásröð: Karlar 50+, Karlar 65+, Konur 65+, Konur 50+

3. hringur, laugardagur: Rástímar frá klukkan 07:00 – 15:00

Rásröð: Karlar 65+, Konur 65+, Konur 50+, Karlar 50+

Veitt verða verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í öllum flokkum án forgjafar.

1. sæti: 40.000,- kr. Gjafakort Icelandair

2. sæti: 30.000,- kr. Gjafakort Icelandair

3. sæti: 15.000,- kr. Gjafakort Icelandair

Lokahóf fer fram á laugardagskvöldi á Hótel Keflavík og verða verðlaun afhent þar.

  • Aðalréttur: Grilluð nautalund með stökkum kartöflum.
  • Eftirréttur: Frönsk súkkulaðikaka með berjum og vanillu ís.

Mótsstjórn:

Óskar Marinó Jónsson, Lárus Óskarsson, Arnar Geirsson, Jón Kr Baldursson og Helgi Már Halldórsson

Netfang mótsstjórnar: arnar@golf.is

Dómari: Jón Kr Baldursson og Helgi Már Halldórsson

Birt með fyrirvara um breytingar.

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ