Auglýsing

Íslandsmót eldri kylfinga 2020 fór fram dagana 16.-18. júlí á Hamarsvelli hjá Golfklúbbi Borgarness. Alls voru 133 keppendur skráðir til leiks, 40 konur og 93 karlar.

Leiknar voru 54 holur eða þrír 18 holu hringir á þremur keppnisdögum.
Keppnisfyrirkomulagið var höggleikur án forgjafar.

Frá vinstri: Tryggvi, Frans, Þórdís, Helgi Anton, Margrét, Oddný, Ragnheiður og Rut.
Frá vinstri: Tryggvi, Frans, Þórdís, Helgi Anton, Margrét, Oddný, Ragnheiður og Rut.
+50 ára flokkur karla. Frá vinstri, Frans, Helgi og Tryggvi. Hansína Þorkelsdóttir frá GSÍ afhenti verðlaunin.
+50 ára flokkur kvenna: Frá vinstri: Ragnheiður og Þórdís. Hansína Þorkelsdóttir afhenti verðlaunin.
+65 ára flokkur kvenna: Frá vinstri: Margrét, Oddný, Rut. Hansína Þorkelsdóttir afhenti verðlaunin.
Hansína Þorkelsdóttir afhenti Guðmundi Daníelssyni formanni Golfklúbbs Borgarness þakklætisvott fyrir framkvæmd mótsins.

Smelltu hér fyrir skor og rástíma í öllum flokkum – Golfbox

3. keppnisdagur:

Konur 65 ára og eldri

Úrslit réðust eftir 3 holu umspil

  1. Oddný Sigsteinsdóttir GR (88-95-87) 270 högg (+57)
  2. Rut Marsibil Héðinsdóttir GM (88-89-93) 270 högg (+57)
  3. Margrét Geirsdóttir GR (89-89-97) 275 högg (+62)

Karlar 65 ára og eldri

  1. Björgvin Þorsteinsson GA (82-80-78) 240 högg (+27)
  2. Arngrímur Benjamínsson NK (85-80-89) 254 högg (+41)
  3. Tryggvi Þór Tryggvason GR (93-82-80) 255 högg (+42)

Konur 50 ára og eldri

Úrslit réðust eftir 3 holu umspil og 2 holur í bráðabana.

  1. Þórdís Geirsdóttir, GK (78-79-82) högg 239 högg (+26)
  2. María Málfríður Guðnadótti, GKG (77-77-85) 239 högg (+26)
  3. Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG (80-77-85) 242 högg (+29)

Karlar 50 ára og eldri

  1. Helgi Anton Eiríksson GE (73-78-69) 220 högg (+7)
  2. Tryggvi Valtýr Traustason GÖ (72-73-76) 221 högg (+8)
  3. Frans Páll Sigurðsson GR (72-80-73) 225 högg (+12)

Smelltu hér til að skoða myndir frá mótinu.

2 keppnisdagur:

+50 ára flokkur kvenna:

1. María Málfríður Guðnadótti, GKG (77-77) 154 högg (+12)
2.-3. Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG (80-77) 157 högg (+15)
2.-3. Þórdís Geirsdóttir, GK (78-79) högg 157 högg (+7)

+50 ára flokkur karla:

1. Tryggvi Valtýr Traustason, GÖ (72-73) 145 högg (+3)
2. Helgi Anton Eiríksson, GE (73-78) 151 högg (+9)
3.-4. Guðni Vignir Sveinsson, GS (77-78) 152 högg (+10)
3.-4. Frans Páll Sigurðsson, GR (72-80) 152 högg (+10)

+65 ára flokkur karla:

1. Björgvin Þorsteinsson, GA (82-80) 162 högg (+20)
2. Arngrímur Benjamínsson, NK (82-80) 165 högg (+21)
3. Þorsteinn Geirharðsson, GS (86-84) 170 högg (+28)

+65 ára flokkur karla:

1. Rut Marsibil Héðinsdóttir, GR (88-89) 177 högg (+35)
2. Margrét Geirsdóttir, GR (89-89) 178 högg (+36)
3. Oddný Sigsteinsdóttir, GR (88-95) 183 högg (+41)

1 keppnisdagur:



Í flokki +50 í kvennaflokki er keppnin gríðarlega spennandi. Þrír kylfingar deila efsta sætinu en næstu kylfingar eru aðeins einu eða tveimur höggum á eftir.

1.-3. María Málfríður Guðnadótti, GKG 77 högg (+6)
1.-3. Anna Jódís Sigurbergsdóttir, GK 77 högg (+6)
1.-3. Anna Snædís Sigmarsdóttir, GK 77 högg (+6)
4. Þórdís Geirsdóttir, GK 78 högg (+7)
5.-6. Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG 80 (+9)
5.-6. Ásgerður Sverrisdóttr, GR 80 (+9)

Í flokki +50 í karlaflokki er Hannes Eyvindsson úr GR efstur eftir fyrsta keppnisdaginn en hann lék á pari vallar eða 71 höggi. Hannes er þaulreyndur keppniskylfingur en hann fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í golfi þrjú ár í röð á árunum 1978-1980. Frans Páll Sigurðsson úr GR er einu höggi á eftir ásamt Tryggva Traustasyni úr GÖ.

1. Hannes Eyvindsson, GR 71 högg (par)
2.-3. Frans Páll Sigurðsson, GR 72 högg (+1)
2.-3. Tryggvi Valtýr Traustason, GÖ 72 högg (+1)
4.-5 Helgi Anton Eiríksson, GE 73 högg (+2)
4.-5. Guðni Vignir Sveinsson, GS 73 högg (+2)

Í karlaflokki 65 ára og eldri er sexfaldi Íslandsmeistarinn í golfi, Björgvin Þorsteinsson, efstur en hann keppir fyrir Golfklúbb Akureyrar. Björgvin hefur sigrað á Íslandsmótinu í golfi, fyrst árið 1971 og alls sex sinnum. Hann náði þeim einstaka árangri að sigra fimm ár í röð á árunum 1973-1977. Björgvin er á +11 eftir fyrsta keppnisdaginn á Íslandsmóti eldri kylfinga í flokki 65 ára og eldri, hann er með tveggja högga forskot á Óskar Sæmundsson úr GR.

1. Björgvin Þorsteinsson, GA 82 högg (+11)
2. Óskar Sæmundsson, GR 84 högg (+13)
3. Arngrímur Benjamínsson, NK 85 högg (+14)
4. Þorsteinn Geirharðsson, GS 86 högg (+15)
5.-6. Gunnlaugur Ragnarsson, GK 87 högg (+16)
5.-6 Kolbeinn Kristinsson, GR 87 högg (+18)

Í flokki kvenna 65 ára og eldri eru Oddný Sigsteinsdóttir úr GR og Rut Marsibil Héðinsdóttir úr GM efstar og jafnar á +17. Margrét Geirsdóttir kemur þar á eftir á +18.

1.-2. Oddný Sigsteinsdóttir, GR 88 högg (+17)
1.-2. Rut Marsibil Héðinsdóttir, GM 88 högg (+17)
3. Margrét Geirsdóttir, GR 89 högg (+18)

Í karlaflokki er leikið af gulum teigum og í kvennaflokki er leikið af rauðum teigum.

Í flokki 50 ára og eldri kvenna eru 33 keppendur.
Í flokki 50 ára og eldri karla eru 64 keppendur.
Í flokki 65 ára og eldri kvenna eru 7 keppendur.
Í flokki 65 ára og eldri karla eru 28 keppendur.

Meðaldur keppenda er rétt rúmlega 60 ár, elsti keppandinn er 78 ára og yngstu keppendurnir eru fæddir árið 1970.

Karlar 50 ára og eldri: Meðaldur í flokknum er 57 ár, meðalforgjöf er 8,4.

Karlar 65 ára og eldri: Meðaldur í flokknum 70,3 ár, meðalforgjöf 12,7.

Konur 50 ára og eldri: Meðaldur í flokknum er 57,7 ár, og meðalforgjöf er 13.

Konur 65 ára og eldri: Meðaldur í flokknum er 67,1 ár og meðalforgjöf er 14,8.

Meðalforgjöfin í mótinu öllu er 10,7.

Eins og áður segir eru 133 keppendur og koma þeir frá 23 klúbbum víðsvegar af landinu. Í karlaflokki eru keppendur frá 21 klúbbi og í kvennaflokki eru keppendur frá 9 klúbbum. Alls eru átta klúbba með keppendu í karla -og kvennaflokki.

Flestir keppendur eru úr Golfklúbbi Reykjavíkur eða 35 alls. Keilir úr Hafnarfirði er með 32 keppendur alls og flesta keppendur í kvennaflokki eða 14 alls.

KlúbburKeppendurKarlarKonur
Golfklúbbur ReykjavíkurGR352411
Golfklúbburinn KeilirGK321814
Golfklúbbur Kópavogs og GarðabæjarGKG15114
NesklúbburinnNK862
Golfklúbbur MosfellsbæjarGM844
Golfklúbbur BorgarnessGB770
Golfklúbbur SuðurnesjaGS431
Golfklúbbur Öndverðarness440
Golfklúbburinn OddurGO211
Golfklúbbur VestmannaeyjaGV202
Golfklúbbur VatnsleysustrandarGVS220
Golfklúbbur SandgerðisGSG220
Golfklúbbur HveragerðisGHG220
Golfklúbburinn VestarrGVG110
Golfklúbburinn TuddiGOT110
Golfklúbburinn LeynirGL110
Golfklúbburinn Hamar DalvíkGHD110
Golfklúbburinn EsjaGE110
Golfklúbbur HólmavíkurGHÓ110
Golfklúbbur HúsavíkurGH110
Golfklúbbur GrindavíkurGG110
Golfklúbbur Álftaness101
Golfklúbbur AkureyrarGA110
Samtals1339340

Íslandsmót eldri kylfinga fór fram í Vestmannaeyjum í fyrra og þar mættu 128 keppendur til leiks, 42 konur og 86 karlar. Á mótinu í Borgarnesi mæta Íslandsmeistarnir úr flokki 50 ára og eldri í karla og kvennaflokki í titilvörnina, Þórdís Geirsdóttir úr GK, og Helgi Anton Eiríksson sem keppir fyrir Golfklúbbinn Esju sem stofnaður var á síðasta ári. Helgi Anton var í Golfklúbbnum Jökli á Snæfellsnesi þegar hann sigraði í fyrra en hann er einnig í GR.

Golfklúbburinn Hamar frá Dalvík sigraði tvöfalt í flokki 65 ára og eldri í fyrra þegar Jóhann Peter Andersen og Erla Adolfsdóttir fögnuðu Íslandsmeistaratitlum í karla – og kvennaflokki. Þau er ekki með á mótinu á Hamarsvelli í ár.

Nánar um mótið í þessari frétt hér:

Hér eru skjámyndir af rástímum fyrir 2. keppnisdag af alls þremur, föstudaginn 17. júlí.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ