Auglýsing

Íslenska piltalandsliðið í golfi tryggði sér sæti í efstu deild Evrópumótsins í dag með stórsigri gegn Slóvakíu í leik um 3.-4. sætið.

Ísland endaði í 2. sæti í höggleiknum og var einum sigri frá því að tryggja sér sæti á meðal þeirra bestu á EM á næsta ári þegar liðið mætti Portúgal í undanúrslitum. Þrátt fyrir tap í undanúrslitum náði Ísland að vinna leikinn um 3. sætið sem skipti öllu máli um sæti í efstu deild.

Noregur og Portúgal tryggðu sér sæti í efstu deild með sigri í undanúrslitaleikjunum.

Úrslit í viðureigna Íslands gegn Slóvakíu:

3. keppnisdagur: 

Ísland tapaði gegn liði Portúgals í undanúrslitum í 2. deild Evrópumóts piltalandsliða í dag 4,5 – 2,5.

Í undanúrslitaleiknum gegn Portúgal var byrjað á því að leika tvo fjórmenninga fyrir hádegi.

Tveir leikmenn úr sama liði liði skiptust á um að slá einum bolta til skiptis út holuna í holukeppni.

Fjórmenningslið Íslands voru þannig skipuð:

Viktor Ingi Einarsson – Dagbjartur Sigurbrandsson töpuðu afar naumlega á fjórðu holu í bráðabana eða 22. holu.

Kristófer Karl Karlsson – Sigurður Bjarki Blumenstein töpuðu 4/2.

Eftir hádegi voru leiknir fimm tvímenningar þar sem að einn keppandi úr hvoru liði mættust í holukeppni.

Lið Íslands var þannig skipað:
Ingvar Andri Magnússon sigraði 3/2
Sverrir Haraldsson tapaði 4/2
Viktor Ingi Einarsson tapaði 271
Dagbjartur Sigurbrandsson sigraði 2/1
Sigurður Bjarki Blumenstein, 1/2 vinningur.

 

 

Keppnin fer fram á Pannonia vellinum í Búdapest í Ungverjalandi.

Fyrstu tvo keppnisdagana var leikinn höggleikur og síðan tekur við holukeppni föstudag og laugardag. Alls eru þrjú sæti í boði í efstu deild EM á næsta ári. Jussi Pitkänen, afreksstjóri GSÍ, segir að markmið Íslands sé að komast upp í efstu deild.

Nánar um mótið hér:

2. keppnisdagur:

Íslenska liðið endaði í 2. sæti í höggleiknum á -9 samtals og leikur gegn liði Portúgals í undanúrslitum í A-riðli. Noregur sigraði með nokkrum yfirburðum í höggleikskeppninni á -16 samtals og leikur gegn Slóveníu í undanúrslitum.

Ísland mætir eins og áður segir liði Portúgals í undanúrslitum. Sigurliðið úr þeim leik er öruggt með sæti í efstu deild. Tapliðin í undaúrslitaleikjunum eiga enn möguleika á að komast upp um deild – en liðið sem sigrar í leiknum um 3. sætið kemst upp ásamt liðinum sem keppa til úrslita um sigurinn í deildinni.

Í undanúrslitaleiknum gegn Portúgal er byrjað á því að leika tvo fjórmenninga fyrir hádegi. Tveir leikmenn úr sama liði liði skipast á um að slá einum bolta til skiptis út holuna í holukeppni.

Fjórmenningslið Íslands verða þannig skipuð: 
Viktor Ingi Einarsson – Dagbjartur Sigurbrandsson
Kristófer Karl Karlsson – Sigurður Bjarki Blumenstein

Eftir hádegi verða fimm tvímenningar þar sem að einn keppandi úr hvoru liði mætast í holukeppni.
Lið Íslands verður þannig skipað: 
Ingvar Andri Magnússon
Sverrir Haraldsson
Viktor Ingi Einarsson
Dagbjartur Sigurbrandsson
Sigurður Bjarki Blumenstein

Lokastaðan í höggleiknum. 

1. Noregur -16
2. Ísland -9
3. Portúgal -5
4. Slóvakía +3
5. Slóvenía +24
6. Pólland +34
7. Ungverjaland +48
8. Tyrkland +76

4. sæti: Viktor Ingi Einarsson, 71-68 (-5)
9. sæti: Sigurður Bjarki Blumenstein 70-71 (-3)
12. sæti: Dagbjartur Sigurbrandsson, 68-75 (-1)
19. sæti: Sverrir Haraldsson, 68-78 (+2)
19. sæti: Kristófer Karl Karlsson, 70-78 (+2)
28. sæti: Ingvar Andri Magnússon, 79-72 (+7)

1. keppnisdagur:

Íslenska liðið er í 2. sæti eftir fyrsta hringinn í höggleiknum á -13 samtals. Fimm bestu skorin af alls sex telja.

Dagbjartur Sigurbrandsson, 68 högg (-4)
Sverrir Haraldsson, 68 högg (-4)
Kristófer Karl Karlsson, 70 högg (-2)
Sigurður Bjarki Blumenstein 70 högg (-2)
Viktor Ingi Einarsson, 71 högg (-1)
Ingvar Andri Magnússon, 79 högg (+7)

1. Noregur -18
2. Ísland -13
3. Portúgal -3
4. Slóvakía par
5. Ungverjaland +14
6. Slóvenía +14
7. Pólland +19
8. Tyrkland +39

Nánar um mótið hér:

Íslenska liðið er þannig skipað: 

Ingvar Andri Magnússon (GKG), Viktor Ingi Einarsson (GR), Sigurður Bjarki Blumenstein (GR), Sverrir Haraldsson (GM), Kristófer Karl Karlsson (GM) og Dagbjartur Sigurbrandsson (GR).

Jussi Pitkänen, afreksstjóri GSÍ, er liðsstjóri íslenska liðsins og sjúkraþjálfari liðsins er Baldur Gunnbjörnsson.

Ingvar Andri Magnússon (GKG)

Viktor Ingi Einarsson, GR

Sverrir Haraldsson (GM)
Kristófer Karl Karlsson (GM)

Dagbjartur Sigurbrandsson (GR)

Sigurður Bjarki Blumenstein (GR)

Fyrirliði og sjúkraþjálfari: Baldur Gunnbjörnsson
Þjálfari: Jussi Pitkänen

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ