/

Deildu:

Auglýsing

Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti, fimmtudaginn 23. janúar 2014, tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun fyrir árið 2014. Styrkveitingar ÍSÍ að þessu sinni nema samtals rúmlega 96 milljónum króna.

Til Afrekssjóðs ÍSÍ bárust umsóknir frá 26 sérsamböndum. Hljóta þau öll styrk að þessu sinni vegna 37 landsliðsverkefna, 19 liða og vegna verkefna 38 einstaklinga. Sótt var um styrki til sjóðsins vegna verkefna 92 einstaklinga að þessu sinni og er aðeins hluti þeirra verkefna styrktur sérstaklega.

Framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2014 hækkaði í 70 m.kr., en var árið áður 55 m.kr. og árið 2012 var framlag ríkisins 34,7 m.kr. auk þess sem að styrk vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í London að upphæð 25 m.kr. var úthlutað til sérsambanda ÍSÍ í gegnum Afrekssjóð ÍSÍ. Afrekssjóður ÍSÍ er annars fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá samkvæmt ákvörðun Íþróttaþings. 2

Þeir einstaklingar sem sérsambönd ÍSÍ sóttu um styrk fyrir verða skilgreindir í Afrekshóp ÍSÍ og stendur þeim til boða fræðsla og þjónusta á vegum sjóðsins. Þessi hópur mun telja í heildina um 100 einstaklinga sem eru í senn okkar fremsta íþróttafólk en jafnframt það efnilegasta í einstaklingsíþróttagreinum. Fyrsti fræðsluviðburðurinn mun fara fram 26. febrúar næstkomandi.

Íslenskt afreksíþróttafólk eru ætíð mikilvægar fyrirmyndir fyrir íslenska æsku og þjóðfélagið í heild sinni. Þegar vel gengur styðja Íslendingar vel við sína fremstu íþróttamenn en þegar á móti blæs er stutt í gagnrýnisraddir. Líkt og áður er mjög mikilvægt að hlúa enn betur að þessu fólki með því að gefa því tækifæri á að taka þátt í verðugum verkefnum og styðja við bakið á því með fræðslu og faglegri þekkingu.

Frekari styrkjum mun verða úthlutað á árinu 2014 og mun stjórn Afrekssjóðs ÍSÍ fylgjast náið með framvindu og árangri á árinu. Árangur íþróttamanna á árinu 2013 var í sumum tilfellum lakari en vonast var til og verður gerð meiri krafa til íþróttamanna um að þeir standi sig árangurslega á komandi ári. Þá eru fjölmargir ungir og efnilegir íþróttamenn líklegir til afreka á árinu og er hlutverk Afrekssjóðs ÍSÍ að styðja við það öfluga starf sem á sér stað á vegum sérsambanda og íþróttanefnda ÍSÍ.

Úthlutun sjóðsins kynntu Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Örn Andrésson formaður Afrekssjóðs ÍSÍ, Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ. 3

Styrkveitingar 2013

Afrekssjóður ÍSÍ

Blaksamband Íslands (BLÍ)

– Strandblak, (Elísabet Einarsdóttir og Berglind Gígja Jónsdóttir) kr. 300.000,-

– U17 lið karla og kvenna kr. 300.000,-

– A landslið kvenna, undankeppni EM kr. 300.000,-

– A landslið karla, undankeppni EM kr. 300.000,-

Alls kr. 1.200.000,-

Badmintonsamband Íslands (BSÍ)

– Landsliðsverkefni, EM kr. 1.000.000,-

Alls kr. 1.000.000,-

Borðtennissamband Íslands (BTÍ)

– Landsliðsverkefni, HM kr. 300.000,-

Alls kr. 300.000,-

Dansíþróttasamband Íslands (DSÍ)

– Landsliðsverkefni, HM, EM o.fl. kr. 800.000,-

Alls kr. 800.000,-

Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ)

– Landsliðsverkefni kr. 2.000.000,-

– Unglingalandsliðsverkefni kr. 500.000,-

– Ásdís Hjálmsdóttir / A-styrkur kr. 2.400.000,-

– Aníta Hinriksdóttir / A-styrkur kr. 2.400.000,-

– Guðmundur Sverrisson / C-styrkur kr. 720.000,-

– Kári Steinn Karlsson / C-styrkur kr. 720.000,-

– Óðinn Björn Þorsteinsson / Eingreiðslustyrkur kr. 300.000,-

– Einar Daði Lárusson / Eingreiðslustyrkur kr. 300.000,-

– Hafdís Sigurðardóttir / Eingreiðslustyrkur kr. 300.000,-

Alls kr. 9.640.000,-

Fimleikasamband Íslands (FSÍ)

– A-landslið í hópfimleikum, kvk, kk og bl. liða, EM kr. 1.500.000,-

– A-landslið í áhaldafimleikum, kvk og kk, NM, EM, HM o.fl. kr. 1.500.000,-

– Unglingalandslið í hópfimleikum, kvk, kk og bl. liða, EM kr. 500.000,-

– Unglingalandslið í áhaldafimleikum, NM ungl., EM ungl. kr. 500.000,-

Alls kr. 3.800.000,- 4

Golfsamband Íslands (GSÍ)

– Landsliðs Íslands vegna HM og EM kr. 3.500.000,-

– Unglingalandsliðsverkefni kr. 500.000,-

Alls kr. 4.000.000,-

Handknattleikssamband Íslands (HSÍ)

– A-landslið karla kr. 10.000.000,-

– A-landslið kvenna kr. 4.000.000,-

– U20 karla kr. 1.000.000,-

– U20 kvenna kr. 500.000,-

– U18 karla kr. 250.000,-

– U18 kvenna kr. 250.000,-

Alls kr. 16.000.000,-

Íþróttasamband fatlaðra (ÍF)

– Jón Margeir Sverrisson / A-styrkur kr. 2.400.000,-

– Helgi Sveinsson / A-styrkur kr. 2.400.000,-

– Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir / C-styrkur kr. 720.000,-

– Thelma Björg Björnsdóttir / Eingreiðslustyrkur kr. 300.000,-

– Kolbrún Alda Stefánsdóttir / Eingreiðslustyrkur kr. 300.000,-

– Erna Friðriksdóttir / Eingreiðslustyrkur kr. 300.000,-

– Jóhann Þór Hólmgrímsson / Eingreiðslustyrkur kr. 300.000,-

– Landsliðsverkefni í frjálsíþróttum kr. 500.000,-

– Landsliðsverkefni í sundi kr. 500.000,-

– Undirbúningur fyrir Ólympíumót fatlaðra í Sochi 2014 kr. 300.000,-

Alls kr. 8.020.000,-

Íshokkísamband Íslands (ÍHÍ)

– A-landslið karla vegna HM 2014 kr. 400.000,-

– A-landslið kvenna vegna HM 2014 kr. 300.000,-

– U20 landslið karla vegna HM 2014 kr. 150.000,-

– U18 landslið karla vegna HM 2014 kr. 150.000,-

Alls kr. 1.000.000,-

Skautasamband Íslands (ÍSS)

– Landsliðsverkefni kr. 500.000,-

Alls kr. 500.000,-

Júdósamband Íslands (JSÍ)

– Þormóður Árni Jónsson / C-styrkur kr. 720.000,-

– Landsliðsverkefni kr. 1.000.000,-

Alls kr. 1.720.000,- 5

Karatesamband Íslands (KAÍ)

– Landslið fullorðinna í kata og kumite kr. 700.000,-

– Telma Rut Frímannsdóttir / Eingreiðslustyrkur kr. 300.000,-

Alls kr. 1.000.000,-

Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ)

– A-landslið karla kr. 5.000.000,-

– A-landslið kvenna kr. 1.000.000,-

– U18 karla kr. 500.000,-

– U18 kvenna kr. 500.000,-

Alls kr. 7.000.000,-

Keilusamband Íslands (KLÍ)

– Karlalandsliðlið vegna HM 2014 kr. 300.000,-

– Kvennalandsliðlið vegna HM 2014 kr. 300.000,-

– Ungmennalandslið U-21 kr. 150.000,-

– Ungmennalandslið U-17 kr. 150.000,-

Alls kr. 900.000,-

Kraftlyftingasamband Íslands (KRA)

– Auðunn Jónsson / A-styrkur kr. 2.400.000,-

– Júlían Jóhann Karl Jóhannsson / C-styrkur kr. 720.000,-

– María Guðsteinsdóttir / C-styrkur kr. 720.000,-

– Viktor Ben Gestsson / Eingreiðslustyrkur kr. 200.000,-

– Landsliðsverkefni, EM og HM kr. 500.000,-

Alls kr. 4.540.000,-

Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ)

– A-landslið kvenna kr. 5.000.000,-

– U19 kvenna kr. 500.000,-

Alls kr. 5.500.000,-

Landssamband hestamannafélaga (LH)

– Landsliðsverkefni, NM2014 og Youth Cup 2014 kr. 1.300.000,-

Alls kr. 1.300.000,-

Lyftingasamband Íslands (LSÍ)

– Landsliðsverkefni, NM og EM kr. 300.000,-

Alls kr. 300.000,-

Siglingasamband Íslands (SÍL)

– Landsliðsverkefni kr. 500.000,-

Alls kr. 500.000,-

Skíðasamband Íslands (SKÍ)

– Landsliðsverkefni – Alpagreinar kr. 4.000.000,-

– Landsliðsverkefni – Skíðaganga kr. 800.000,-

– Einar Kristinn Kristgeirsson / Eingreiðslustyrkur kr. 300.000,-

– María Guðmundsdóttir / Eingreiðslustyrkur kr. 300.000,-

– Helga María Vilhjálmsdóttir / Eingreiðslustyrkur kr. 300.000,-

– Sævar Birgisson / Eingreiðslustyrkur kr. 300.000,-

– Brynjar Jökull Guðmundsson / Eingreiðslustyrkur kr. 300.000,-

– Brynjar Leó Kristinsson / Eingreiðslustyrkur kr. 150.000,-

– Erla Ásgeirsdóttir / Eingreiðslustyrkur kr. 150.000,-

– Freydís Halla Einarsdóttir / Eingreiðslustyrkur kr. 150.000,-

Alls kr. 6.750.000,-

Skylmingasamband Íslands (SKY)

– Þorbjörg Ágústsdóttir / Eingreiðsla kr. 300.000,-

– Kvennalandslið vegna HM og EM kr. 700.000,-

– U-21/U-18 landsliðsverkefni, HM og EM kr. 300.000,-

– Karlalandslið vegna HM og EM kr. 700.000,-

Alls kr. 2.000.000,-

Sundsamband Íslands (SSÍ)

– Landsliðsverkefni kr. 2.500.000,-

– Unglingalandsliðsverkefni kr. 500.000,-

– Eygló Ósk Gústafsdóttir / A-styrkur kr. 2.400.000,-

– Hrafnhildur Lúthersdóttir / A-styrkur kr. 2.400.000,-

– Anton Sveinn McKee / C-styrkur kr. 720.000,-

– Ingibjörg Kristín Jónsdóttir / C-styrkur kr. 720.000,-

– Jóhanna Gerða Gústafsdóttir / Eingreiðslustyrkur kr. 200.000,-

– Alexander Jóhannesson / Eingreiðslustyrkur kr. 200.000,-

– Kristinn Þórarinsson / Eingreiðslustyrkur kr. 200.000,-

Alls kr. 9.840.000,-

Skotíþróttasamband Íslands (STÍ)

– Ásgeir Sigurgeirsson / A-styrkur kr. 2.400.000,-

– Landsliðsverkefni (haglab. og kúlugr.) kr. 500.000,-

Alls kr. 2.900.000,-

Taekwondósamband Íslands (TKÍ)

– Meisam Rafiei / Eingreiðslustyrkur kr. 300.000,-

– Landsliðsverkefni (ÓL 2016 & ÓL 2020 lið) kr. 600.000,-

Alls kr. 900.000,-

Tennissamband Íslands (TSÍ)

– Landslið karla vegna Davis cup kr. 250.000,-

– Unglingalandsliðsverkefni erlendis kr. 250.000,-

Alls kr. 500.000,- 7

Fagteymi ÍSÍ kr. 5.000.000,-

Alls kr. 5.000.000,-

Heildarúthlutun kr. 96.910.000,-

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ