Site icon Golfsamband Íslands

Icelandair 35 og eldri, tilkynning frá mótstjórn, breytingar á rástímum

Íslandsmót 35 ára og eldri hefst í Vestmannaeyjum í dag, Vestmannaeyjavöllur er í mjög góðu ástandi og er verðrið hreint út sagt frábært.  Í gær urðu einhverjar raskanir á ferðum til og frá Eyjum vegna veðuraðstæðna sem varð til þess að hluti keppenda urðu starandaglópar á fastalandinu.  Vegna þessa hefur mótstjórn ákveðið að þeir keppendur sem ekki ná útgefnum rástímum sínum fái að ræsa út síðar í dag. Allt verður gert til þess að koma til móts við keppendur sem missa á af sínum rástímum en birtuskilyrði gætu þó sett strik í reikninginn.
Keppendum er bent á að hafa samband við Golfklúbb Vestmannaeyja til að fá nánari upplýsingar.
Exit mobile version