Site icon Golfsamband Íslands

Í beinni: Lokahringurinn hjá Ólafíu á Terre Blanche í Frakklandi

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/seth@golf.is

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, hefur leik kl. 7.11 að íslenskum tíma í dag, á lokahringnum á Terre Blanche atvinnumótinu í Frakklandi. Mótið er hluti af næst sterkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu og er GR-ingurinn í 19.-25. sæti á pari vallar samtals (74-72). Ólafía lék á einu höggi undir pari í gær en hún lék vel og kom sér í ótal fuglafæri sem hún náði ekki að nýta.

Ólafía er í ráshóp með Elisbetta Bertini frá Ítalíu og Klöru Spilkova frá Tékklandi. Þær hefja leik eins og áður segir á 1. teig kl. 7.11 að íslenskum tíma eða 9.11 að frönskum tíma og verður fylgst með gangi mála á Twitter síðu Golfsambands Íslands hér fyrir neðan.

Skor keppenda má sjá hér: 


Exit mobile version