Axel Bóasson, Ólafía Þórunn, Valdís Þóra og Birgir Leifur. Mynd/GSÍ
Auglýsing

Íslensku atvinnukylfingarnir, sem eru í Forskotshópnum, eru flestir að leika um þessa helgi og hér verður stiklað á stóru af gangi mála hjá þeim á fyrstu keppnisdögunum.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR lék á pari vallar, 72 höggum, á fyrsta keppnisdeginum á

Tipsport Golf Masters, fer fram á Park Pilsen vellinum í Tékklandi. Hún er í 27. sæti og er fimm höggum á eftir efsta kylfingi mótsins.

Þetta er annað mótið á ferlinum hjá Ólafíu Þórunni á Ladies European Tour. Hún endaði í 106. sæti á +12 á fyrsta mótinu sem fram fór í Marokkó.

Hægt er að fylgjast með gangi mála hjá Ólafíu Þórunni með því að smella hér:

Næsta mót á Ladies European Tour fer fram í Aberdeen í Skotlandi dagana 22.-24. júlí og er Ólafía í 24. sæti á biðlista fyrir það mót.

Birgir Leifur Hafþórsson hefur leikið tvo hringi á Áskorendamótaröðinni í Frakklandi. Hann er á +1 eftir 36 holur en hann lék á pari vallar í dag eftir að hafa leikið á 72 höggum í gær. Veðrið hefur sett strik í reikninginn hvað keppnishaldið varðar og eiga margir kylfingar eftir að ljúka við aðra umferð. Birgir er sem stendur í 57. sæti og eru allar líkur á því að hann komist í gegnum niðurskurðinn.   

Najeti Open mótið fer fram á Aa-Saint Omer vellinum í rétt við bæinn Lumbres. Þetta er fyrsta mótið á Challenge Tour mótaröðinni hjá Birgi á þessum tímabili en hann hefur glímt við meiðsli í baki í vor.

Hægt er að fylgjast með gangi mála hér:

Challenge Tour eða Áskorendamótaröðin er næst sterkasta atvinnumótaröð í Evrópu á eftir sjálfri Evrópumótaröðinni.

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni lék á +3 á fyrsta keppnisdeginum á LET Access mótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í Evrópu. Valdís er í 62. sæti eftir fyrsta hringinn.

Mótið fer fram í Borås í Svíþjóð. Þetta er þriðja mót ársins hjá Valdísi en hún náði sínum besta árangri á þessar mótaröð á fyrsta mótinu sem fram fór um miðjan maí.

Hægt er að fylgjast með gangi mála hjá Valdísi Þóru með því að smella hér:

Axel Bóasson úr Keili er á -5 samtals á NorthSide Charity Challenge sem fram fer á Nordic Golf mótaröðinni. Hann er í 37. sæti fyrir lokakeppnisdaginn. Hægt er að fylgjast með gangi mála hjá Axel hér.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ