Auglýsing

Þó nokkrar breytingar hafa átt sér stað á Einskipsmótaröðinni eins og nú þegar er búið að kynna. Hér eru þær helstu.

Fjöldi móta, þátttakenda og spiladagar:

Fjöldi móta 2016 verður sex talsins eins og síðastliðin ár. Það fyrsta á Hellu 20. – 22. maí og það síðasta á Korpúlfsstöðum 19. – 21. ágúst. (Þau tvö mót sem koma í kjölfarið og fara fram í september eru mót nr. 1 og 2 sem tilheyra keppnistímabilinu 2016-2017.)

Á mótum nr. 1 og 2 og á Íslandsmótinu verður fjöldi þátttakenda 144, á móti nr. 4 (Keilir) verða þeir 54 og á nr 6. (Korpúlfsstaðir) verður fjöldinn 48. Sjá fjölda í holukeppni hér fyrir neðan.

Öll mót fyrir utan Íslandsmót verða spiluð á þremur dögum.

Opnað verður fyrir skráningu á sunnudeginum áður og þurfa keppendur að vera búnir að greiða mótsgjald fyrir æfingahring.

Stigalisti GSÍ:

Nýtt stigakerfi mun taka gildi frá og með fyrsta móti á þessu ári. Sex mót telja til stigameistaratitils í bæði kvenna- og karlaflokki og munu mótin hafa mismunandi vægi.

Sjá nánar um útreikning stiga hér:

Meginmarkmiðin með þessum breytingum eru að ná stíganda í áunnum stigafjölda eftir því sem líður á mótaröðina. Þannig gefa síðustu mótin á hverju tímabili fleiri stig heldur en mót í upphafi tímabils. Má segja að síðustu fjögur mótin, Íslandsmótin tvö og lokamótin tvö megi kalla „final four“. Einnig er það markmið að úrslit liggi ekki fyrir þegar lokamótið hefst en áður en mótið hefst mun fara fram endurútreikningur á stigum (e. reseed).

Með þessum breytingum verður einnig vægi sigurs meiri en áður ásamt því að lokamótið fer fram á besta tíma, með tilliti til bæði keppenda og ástands valla.

Holukeppni:

Keppendur í karlaflokki verða 32 og raðast í 8 riðla. Í kvennaflokki verða keppendur 24 og raðast í 6 riðla. Forgjöf keppenda ræður því í hvaða röð leikmenn raðast í riðla.

Þátttökuréttur: Íslandsmeistarar í holukeppni 2015, þrír efstu Íslendingarnir á heimslista atvinnumanna og þrír efstu Íslendingarnir á heimslista áhugamanna á þeim tíma sem skráningarfresti lýkur.

Að öðru leyti ræður staðan á stigalistanum, talið frá og með Íslandsmóti í holukeppni 2015.

Staðan á stigalistanum fyrir Íslandsmótið í holukeppni 2016:

Verðlaunafé:

Ákveðið hefur verið að auka verðlaunafé stigameistara í hvorum flokki umtalsvert. Stigameistarar hvors flokks árið 2016 fá 500.000 kr.í sigurverðlaun séu þeir atvinnumenn. Standi áhugakylfingur uppi sem sigurvegari verða verðlaun samkvæmt reglum um áhugamennskuréttindi.

Dagskrá Eimskipsmótaraðarinnar fyrir keppnistímabilið 2016:

20.– 22. maí: Egils Gullmótið:
GHR, Strandarvöllur, Hellu. (1)

3. – 5. júní: Símamótið:
GM, Hlíðavöllur, Mosfellsbæ. (2.)

18. – 21. júní: KPMG-bikarinn:
GS, Hólmsvöllur, Íslandsmótið í holukeppni. (3)

15. – 17. júlí:
GK, Hvaleyrarvöllur, Hafnarfirði. (4)
Keppt um Hvaleyrarbikarinn.

21 – 24. júlí: Eimskip:
Íslandsmótið í golfi.
GA, Jaðarsvöllur, Akureyri  (5)

19. – 21. ágúst: Securitasmótið:
GR, Korpúlfsstaðavöllur, Reykjavík. (6)

_______________________________________

Mót 2016 sem tilheyra keppnistímabilinu 2016-2017:

2.– 4. sept: Nýherjamótið:
GV, Vestmannaeyjavöllur. (1)

19.– 21. sept: Honda Classic mótið:
GL, Garðavöllur, Akranesi.. (2)

 

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ