/

Deildu:

Auglýsing

Grein út 1. tbl. Golf á Íslandi 2020.

Fara vallarstarfsmennirnir á þínum velli út með stóran úðara og úða flatir, teiga og kannski brautir?

Hefur þú velt því fyrir þér hvað er í tankinum, heldur þú kannski að þetta sé eitthvað slæmt fyrir þig?

Mestar líkur eru á því að efnið sem verið er að úða sé áburður. Hér á landi er notkun á plöntuvarnarefnum, sem almenningur kallar gjarnan eiturefni, í mjög litlu mæli miðað við nágrannalöndin okkar. 

Starfsemi sem tengist golfvöllum hér á Íslandi notar um það bil 1% af öllum virkum varnarefnum á íslandi, Íslendingar nota síðan um það bil fjórum sinnum minna af varnarefnum en sú Norðurlandaþjóð sem notar næstminnst. 

Á undan förnum árum höfum við í golfvallageiranum fjárfest í úðurum sem einfalda alla áburðargjöf og er þá hægt að stjórna áburðarmagninu betur.

Hólmar Freyr Christiansson

En af hverju er efnið stundum grænt og af hverju eruð þið að setja froðu á flötuna?

Blátt litarefni er sett í tankinn til að sjá hvaða svæði starfsmaðurinn er búinn að úða. Stundum er notuð froða til að merkja svæðið sem búið er að speyja yfir. Froðan þjónar sama tilgangi og liturinn og erí raun aðeins ódýrari lausn en gefur ekki alveg jafn nákvæma útkomu. 

Hólmar Freyr Christiansson
Vallarstjóri/Head Greenkeeper | Golfklúbbur Reykjavíkur |

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ