/

Deildu:

Auglýsing

Golfkylfur.is hefur nú fest kaup á FlightScope X2. Þetta er nýjasti „launch monitor“ á markaðnum.  Með þessari græju verða allar mælingar nákvæmari en nokkru sinni fyrr og þjónusta Golfkylfur.is og Hraunkots eykst til muna.

Í samstarfi við Golfkylfur.is mun Golfklúbbinn Keilir nota FlightScope X2 fyrir æfingar hjá unglingum og afrekskylfingum sem eru í æfingarhópum GK.  Einnig munu allir golfkennarar geta boðið upp á FlightScope í sinni kennslu í Hraunkoti gegn vægu gjaldi.

FlightScope X2 notar radar til að framkvæma nákvæmar mælinga er varða kylfuhausinn, golfboltann og flug hans.  Mörg önnur tæki nota myndavélar og reikniformúlur en radarinn í FlightScope X2 sér boltann og spuna hans frá því hann er sleginn og þar til hann lendir.  X2 týpan sér einnig kylfuhausinn í sveiflunni og mælir á honum m.a. feril, áfallshorn(„angle of attack“), stefnu höggflots(„face angle“), lárétt- og lóðrétt sveifluplan o.m.fl. Það er engin tilviljun að bestu golfkennarar og kylfingar heims nota mikið launch monitora . Með aðstoð FlightScope X2 þarf engar getgátur hjá golfkennara eða nemanda um hvað fór úrskeiðis eða hvort árangur sé að nást úr æfingunum, FlightScope X2 sýnir það svart á hvítu.

Vegna valmöguleika og námvæmni FlightScope X2 er þetta ómetanlegt tæki í mælingar á golfkylfum. Fljótlega er hægt að sjá hvaða eiginleikar skafta og kylfuhausa  henta hverjum og einum best og þannig hægt að gera verðmætan samanburð á kylfum og finna þá samsetningu sem hentar hverjum kylfingi.  Einnig er hægt að sjá nákvæmlega hversu langt er slegið með hverri kylfu, sem eru einstaklega mikilvægar upplýsingar fyrir kylfinga.

Í FlightScope x2 er líka hægt að fara í Combine, sem er staðlað próf með ákveðnum skotmörkum og lengdum, hannað til að sjá fljótlega og einfaldlega hversu góðir kylfingar eru.  Skötmörkin og viðmiðin þar eru hönnuð út frá tölfræði frá PGA-mótaröðinni og sjá því kylfingar strax hvernig þeir skora miðað við meðaltalið þar.  Öllum upplýsingum er hægt að hlaða á internetið og skoða.

Fyrir nánari upplýsingar um mælingar á kylfum, sérsmíði, fitting og lengdar fitting, hafið samband með því að senda póst ágolfkylfur@golfkylfur.is

Hafðu samband við þinn golfkennara ef þú vilt komast í golfkennslu með FlightScope X2.

Ef þú ert golfkennari og vilt panta tíma í FlightScope X2, hafðu þá samband við í hraunkot@keilir.is.

Einnig er hægt að nálgast nánari upplýsingar um FlightScope X2 með því að smella HÉR.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ