Site icon Golfsamband Íslands

Hörð barátta í forkeppninni á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni

Fjórir kylfingar tryggðu sér sæti á mótaröð þeirra bestu

Fjórir kylfingar tryggðu sér keppnisrétt á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni í forkeppni sem fram fór í gær á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Alls tóku 10 keppendur þátt en þetta er í fyrsta sinn sem slík forkeppni fer fram á mótaröð þeirra bestu.
Það var hart barist um þessi sæti en aðeins einu höggi munaði á leikmanni nr. 4 á þessu móti og þeim sem endaði í 5. Sæti.

Þeir sem komust inn á Símamótið í forkeppninni eru:

1. Gunnar Blöndahl Guðmundsson, GKG 78 högg (+6)
2. Birgir Rúnar Steinarsson Busk, GOS 79 högg (+7)
3. Jón Gunnarsson, GKG 81 högg (+9)
4. Hilmar Snær Örvarsson, GKG 81 högg (+9).

Exit mobile version