GSÍ fjölskyldan
Auglýsing

Í fyrsta skiptið í 28 ára sjónvarpssögu Íslandsmótsins í golfi var hola í höggi slegin í beinni útsendingu.

Heiðar Snær Bjarnason, GOS, fór holu í höggi á 17. holu Hvaleyrarvallar á þriðja keppnisdegi Íslandsmótsins í golfi. Holan er almennt 187 metrar af öftustu teigum, en var leikin af fremri teigum í dag. Vindurinn blés vel í andlitið á Heiðari þegar höggið var slegið, og pinninn aftast á flötinni. Höggið var því erfitt, en holan spilaðist sem 8. erfiðasta hola vallarins í dag.

Heiðar eftir hring

Höggið sjálft var fullkomið. Heiðar sló með 6 járni, lenti rétt framan við stöng og lak í miðja holuna. Sjón er sögu ríkari.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ