GSÍ fjölskyldan

Heimsmarkmiðin

Sameinuðu þjóðirnar hafa skilgreint sautján heimsmarkmið sem lýsa stærstu viðfangsefnum og helstu áskorunum sem þjóðir heims standa nú frammi fyrir. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa skuldbundið sig til að innleiða markmiðin sautján bæði á innlendum og erlendum vettvangi út gildistíma þeirra árið 2030.

Tilgangurinn er að GSÍ búi til vettvang fyrir þá 62 golfklúbba á landsvísu og virki um leið rúmlega 22.000 félaga til samfélagslegrar ábyrgðar. Þannig verður golfhreyfingin hreyfiafl til góðs, eða fjölþætt árvekni- og verkefnavinna með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi.

Verkefnalýsing

  • Í stefnu GSÍ er miðað við að golfhreyfingin hafi frumkvæði að sjálfbærni og ábyrgri landnýtingu auk þess sem hlutverk sambandsins er að hvetja félagsmenn til samfélagsábyrgðar og umhverfisvitundar, ásamt því að tryggja öllum gott og öruggt aðgengi að golfvöllum sínum.
  • Vinnustofur voru haldnar í vetur og voru þær fyrsta skrefið í fjölþættri árvekni- og verkefnavinnu sem miðar að því að golfklúbbar á Íslandi verði mikilvægt hreyfiafl sem aðstoðar við að ná markmiðum heimsmarkmiðanna fyrir árið 2030.
  • Stefna Golfsambandsins er til ársins 2027 en Heimsmarkmiðin ná til ársins 2030. Þannig mun margt ríma og styðja við hvort annað. Golfklúbbarnir hafa margir tekið umhverfisverndina og GEO vottunina föstum tökum, en Heimsmarkmiðin eru með breiðari skírskotun til samfélagslegrar ábyrgðar en það sem hreyfingin hefur horft til hingað til.
  • Hér má kynna sér GEO vottun golfvalla sem 4 af 62 golfvöllum á Íslandi hafa hlotið og samþykkt að taka þátt í.

Markmið verkefnis

Tilgangur er að GSÍ búi til vettvang fyrir þá rúmlega 60 golfklúbba sem reknir eru á landsvísu og virki þá rúmlega 20.000 félagsmenn/iðkendur samfélagslegrar ábyrgðar. Þannig verður golfhreyfingin hreyfiafl til góðs, eða fjölþætt árvekni- og verkefnavinna með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Verk er komið af stað og er unnið í ítarlegri tímalínu. Forgangsröðun verkefna og verkfæra/mælikvarða er í vinnslu.

Byggjum upp golfíþróttina

Hjá Golfsambandinu viljum við búa til vettvang fyrir golfklúbba landsins til þess að byggja upp starf sitt og læra hver af öðrum. Við viljum vera til fyrirmyndar og leggjum áherslu á vistvæna uppbyggingu og samnýtingu útivistarsvæða. Við ætlum að tengja saman fólkið okkar í gegnum heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Minnkum fótsporið

Heimurinn stendur frammi fyrir umfangsmiklum áskorunum fyrir efnahag, samfélag og umhverfi. Áætlunin um heimsmarkmiðin til 2030 er djörf og krefjandi en um leið full af tækifærum. Við viljum auka jákvæð áhrif okkar og minnka umhverfislegt fótspor okkar með því að taka þátt.

Aukum jákvæðni í heiminum

Golf er skemmtileg íþrótt, það á að vera gaman hjá og í kringum kylfinga. Við viljum í allri gleðinni líka vera ábyrg og minnka sóun í allri virðiskeðjunni. Við viljum ganga á undan með góðu fordæmi og berjast fyrir betri heimi með jákvæðnina að leiðarljósi. Það er gaman að vera ábyrg.

Ábyrg stjórnun

Við leggjum áherslu á ábyrga stjórnarhætti innan golfhreyfingarinnar og viljum vera til fyrirmyndar í stýringu klúbbanna.  Golfíþróttin sameinar útivist, heilbrigði, félagsskap og fjölskylduna. Hún er heilsubætandi og hefur jákvæð samfélagsáhrif. Við viljum að allir geti notið hennar og sjáum til þess að jafnræði ríki bæði innan sem utan vallar.

Í krafti stærðar

Golfíþróttin leikur stórt hlutverk í samfélaginu og er fjöldi iðkenda á öllum aldri og starfandi í fjölmörgum atvinnugreinum. Í krafti stærðar okkar getum við haft áhrif til góðs og þess vegna erum við sífellt að leita leiða við að sýna samfélagslega ábyrgð í verki. Við viljum sýna heilindi og aga, efla lýðheilsu, auka jafnrétti og draga úr umhverfisáhrifum. Þannig byggjum við upp betri heim.

Heiðarleiki og virðing

Golfíþróttin byggist á heiðarleika einstaklingsins, virðingu fyrir golfíþróttinni, reglunum og umhverfinu. Golfsambandið hefur greint hvar sambandið getur haft mest áhrif og komið með tillögur að mælikvörðum til að meta árangur. Golfklúbbarnir á Íslandi sem eru 62 talsins verða hvattir til þess að takast á við þetta verkefni með sambandinu. Markmiðin sem valin voru í fyrsta forgang eru 8 með 12 undirmarkmið en vinna innan þeirra er talin geta verið mjög líkleg til umbóta fyrir golfhreyfinguna og landið í heild.

Upptökur til frá vinnustofunum

Metið og mælt með Klöppum

Í vikunni boðaði Golfsamband Íslands til um mælikvarða og stöðu greiningar á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Fundurinn var vel sóttur en á honum fór Eva Magnúsdóttir, ráðgjafi hjá Podium, yfir stöðu vinnunnar við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmiðunum hefur nú verið forgangsraðað út frá vinnu sem fram fór á vinnustofum sl vor og nú er komið að því að ákveða mælanlega kvarða áður en innleiðing hefst.

Anton Birkir Sigfússon, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Klöppum, kynnti hugbúnaðarlausn sem klúbbunum býðst að nýta sér. Ákveðið hefur verið að semja við Klappir um að halda utanum mælikvarðana fyrir klúbbana og býðst öllum klúbbum að vera með í því verkefni. Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri stýrði fundinum.

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ