Auglýsing

Íslenska kvennalandsliðið í golfi sem keppir á heimsmeistaramóti áhugamanna er í 33. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn af fjórum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur lék á 74 höggum +2 , Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili og Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur léku á 75 +3 en tvö bestu skorin á hverjum hring telja. Ísland er á +5 samtals í 33 sæti ásaamt Rússlandi. Ólafía er í 50. sæti í einstaklingskeppninni en Sunna og Guðrún Brá eru í 65. sæti.

Úlfar Jónsson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins segir golfið hafi verið stöðugt á fyrsta keppnisdeginum.

„Við erum ágætlega sátt við spilamennskuna, golfið var stöðugt hjá stelpunum, sem er mjög jákvætt á fyrsta degi. Engin teljandi vandræði en skollarnir skrifast flestir á þrípútt eða misst pútt eftir vipp.  Það eru tækifæri til að klípa nokkur högg af skorkortinu og liggur það helst á flötunum, en fleiri pútt af 2-4 metra færi mættu detta. Það var því unnið áfram vel í því á æfingaflötinni eftir hring,“ sagði Úlfar en íslenska liðið lék á Iriyama vellinum eða vesturvellinum á fyrsta hringnum en á morgun leikur liðið á Oshitate vellinum sem er austurvöllurinn.

Liðakeppnin.

Einstaklingskeppnin.

Staða efstu liða:
1. Kanada -9
2. Suður-Kórea -7
3. Frakkland -4
4.-6 Indland -3
4.-6. Írland -3
4.-6 Ítalía -3
7.-10. Mexíkó -2
7.-10. Suður-Afríka -2
7.-10. Spánn -2
7.-10. Bandaríkin -2

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ