/

Deildu:

Auglýsing

Í tilefni 80 ára afmælis Golfsambands Íslands á þessu ári hefur sambandið framleitt hlaðvarpsþætti þar sem að fjallað verður um golfíþróttina frá ýmsum hliðum.

Markmiðið er að nýta þetta form miðlunar til þess að koma upplýsingum úr innra starfi GSÍ á framfæri. Golfsambandið hefur í gegnum tíðina nýtt ýmis form til þess að miðla upplýsingum og fréttum úr starfi golfhreyfingarinnar.

Tímaritsútgáfa er ekki lengur til staðar en þess í stað eru notaðar rafrænar leiðir til þess að miðla upplýsingum, á golf.is, í rafrænu fréttabréfi, samfélagsmiðlum og í nýjum hlaðvarpsþáttum.

Í þessum þætti er Þorvaldur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GO, í viðtali. Þorvaldur hefur frá árinu 2015 stýrt daglegum rekstri GO og framundan eru spennandi verkefni á einum fallegasta golfvelli landsins, Urriðavelli. Íslandsmótið í golfi 2023 fer fram á Urriðavelli en klúbburinn fagnar 30 ára afmæli á næsta ári.

Á Urriðavelli eru upphafsteigar merktir með tölustöfum í stað þess að nota litakerfi – eins og tíðkast á flestum golfvöllum landsins. Þorvaldur segir að þessi einfalda breyting hafi breytt miklu fyrir stóran hóp félagsmanna í GO – og ætlar klúbburinn að bæta í á næstu árum með fleiri teigum fyrir kylfinga sem eru með lágan sveifluhraða og vilja leika á styttri brautum.
Við Urriðavöll er einnig að finna einn fjölsóttasta golfvöll landsins – Ljúfling, sem er að sögn Þorvaldar gríðarlega mikilvægur fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í golfíþróttinni.

Þorvaldur verður með erindi um uppsetningu golfvalla á formannafundi GSÍ sem fram fer laugardaginn 12. nóvember í Laugardalshöll.

Kristín María Þorsteinsdóttir, móta – og kynningarstjóri GSÍ og Sigurður Elvar Þórólfsson, útbreiðslustjóri GSÍ hafa umsjón með hlaðvarpi GSÍ. Að þessu sinni sá Sigurður Elvar um þáttinn.

Hér fyrir neðan eru allir þættirnir en þeir eru einnig aðgengilegir á Spotify og Anchor.




Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ