Auglýsing

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR, skrifaði nýja kafla í íslensku golfsöguna í gær þegar hún tryggði sér sæti í úrslitum á Opna breska áhugamannamótinu.

Shannon McWilliam frá Skotlandi var mótherji Jóhönnu Leu í undanúrslitaleiknum sem fram fór eftir hádegi í dag. Leikurinn var afar spennandi og réðust úrslitin á 19. holu þar sem að Jóhanna Lea hafði betur.

Shannon endaði í 32. sæti í höggleiknum en Jóhanna Lea endaði í 53. sæti í höggleiknum.

Í úrslitaleiknum er Louise Duncan frá Skotlandi mótherji Jóhönnu Leu. Duncan sigraði Hannah Darling frá Skotlandi á 19. holu í bráðabana um sigurinn. Duncan endaði í 7. Sæti í höggleikskeppninni en hún er í sæti nr. 415 á heimslistanum en hefur farið hæst í sæti nr. 269.

Sigurvegarinn fær keppnisrétt á fjórum risamótum hjá atvinnukylfingum, AIG mótinu, Opna bandaríska meistaramótinu, Evian meistaramótinu og Augusta National meistaramótinu.

Skor keppenda er uppfært hér:

Hér fyrir neðan er hlekkur á beina útsendingu á Youtube.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ