Auglýsing

Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS, og Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, stóðu uppi sem sigurvegarar á B59 Hotel mótinu sem lauk á Garðavelli á Akranesi í gær. Þetta var fyrsta mót ársins á GSÍ mótaröðinni 2022 og var Golfklúbburinn Leynir á Akranesi var framkvæmdaraðili mótsins.

Keppt var í höggleik og mótið gildir til stiga á heimslista áhugakylfinga. Leiknar voru 54 holur eða þrír keppnishringir á þremur keppnisdögum. Keppendur voru alls 90, þar af 68 karlar og 22 konur.

Úrslit mótsins eru hér:

Í karlaflokki sigraði Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, en hann lék hringina þrjá á 9 höggum undir pari vallar samtals (67-72-68). Axel Bóasson, GK, varð annar á -6 samtals (67-71-72) og Ingi Þór Ólafson, GM, varð þriðji á 4 höggum undir pari vallar (74-69-69).


Í kvennaflokki sigraði Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS, en hún lék á +5 samtals (71-74-76). Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM, varð önnur á +10 samtals (77-74-75) og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR, varð þriðja á +11 (74-76-77).

Meðaldur keppenda var 23 ár í mótinu og komu keppendurnir frá níu klúbbum og sjö klúbbar voru með keppendur í karla – og kvennaflokki. Flestir keppendur komu frá Golfklúbbi Mosfellsbæjar eða 24 alls, og GM var með rétt tæplega helming keppenda í kvennaflokki eða 10 alls. GR var með 21 keppendur og GKG með 14.

KlúbburKarlarKonurSamtals
NK55
GL213
GK9110
GS55
GR15621
GM141024
GKG12214
GOS415
GA213
Samtals682290

Smelltu hér fyrir stöðu og úrslit:

Alls eru sex mót á dagskrá í sumar sem eru hluti af stigamótaröð GSÍ.

Golfsamband Íslands er framkvæmdaraðili á Íslandsmóta á stigamótaröð GSÍ.

Íslandsmótið í holukeppni fer fram í júní hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar, og Íslandsmótið í golfi fer fram á Vestmannaeyjavelli í byrjun ágúst.

Leirumótið hjá Golfklúbbi Suðurnesja fer fram í byrjun júní, Keilir verður með Hvaleyrarbikarinn í júlí og Korpubikarinn fer fram hjá Golfklúbbi Reykjavíkur í ágúst. Klúbbarnir sem halda þessi mót eru framkvæmdaraðilar en mótin telja á stigalista GSÍ.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ