Haraldur Franklín Magnús úr GR og Axel Bóasson úr GK eru í öðru og þriðja sæti á stigalista Nordic Tour atvinnumótaraðarinnar þegar keppnistímabilið er rúmlega hálfnað. Það er að miklu að keppa að vera á meðal fimm efstu á stigalistanum í lok tímabilsins. Fimm efstu kylfingarnir fá keppnisrétt á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour).
Haraldur hefur alls leikið á 10 mótum á tímabilinu. Hann hefur fimm sinnum verið á meðal 10 efstu og þar af tvívegis í öðru sæti, einu sinni í fjórða sæti og einu sinni í áttunda sæti. Hér má sjá öll úrslit hjá Haraldi á tímabilinu:
Axel hefur leikið á 13 mótum á tímabilinu. Hann hefur einu sinni sigrað, eftir að hafa endaði í 2. 3. og 4. sæti á mótum þar á undan.
Hér má sjá öll úrslit hjá Axel á tímabilinu:
Axel og Haraldur verða báðir meðal keppenda í næsta móti á Nordic Golf mótaröðinni sem fer fram 6.-8. júlí. Þar verða einnig Andri Þór Björnsson GR og Ólafur Björn Loftsson úr GKG.