/

Deildu:

Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, er úr leik á Opna breska meistaramótinu á Carnoustie í Skotlandi. GR-ingurinn lék á 72-78 og +8 samtals. Þeir kylfingar sem léku á +3 eða betur komust í gegnum niðurskurðinn.

Margir af bestu kylfingum heims féllu einnig úr leik eftir 2. keppnisdag á Carnoustie. Þar má nefna tvo efstu kylfinga heimslistans, Dustin Johnson og Justin Thomas, en þeir eru báðir frá Bandaríkjunum.

Haraldur lék fyrri 9 holurnar á 40 höggum líkt og á fyrsta keppnisdeginum. Hann byrjaði vel en tapaði fimm höggum á tveimur holum, 5. og 6. Hannn vann högg til baka á 9., 13., og 14. en það dugði ekki til.

Hér fyrir neðan má sjá lýsingu frá báðum keppnisdögunum hjá Haraldi en hann er fyrsti íslenski karlkylfingurinn sem nær þeim áfanga að leika á einu af fjórum risamótunum í atvinnugolfi karla.

Íslendingar fylgdust grannt með gangi mála hjá Haraldi Franklín á Twittersíðu Golfsambands Íslands.

Alls voru 85.000 heimsóknir á Twitterfærslur frá öðrum keppnisdegi þar sem hverju einasta höggi Haralds var lýst.

Bandaríkjamaðurinn Zach Johnson og Kevin Kisner eru efstir á -6 þegar keppni er hálfnuð.

1. dagur 

Haraldur hóf leik á 1. teig og var hann á +4 eftir fyrri 9 holurnar. Hann fékk alls fimm fugla á síðari 9 holunum og tvo skolla til viðbótar, alls sex skollar (+1). Hann er í 68. sæti þegar þetta er skrifað en margir kylfingar eiga eftir að ljúka leik í dag.

Haraldur Franklín sló sitt fyrsta högg á risamótinu kl. 09:53 að íslenskum tíma.

Haraldur Franklín er fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að leika á einu af risamótunum fjórum. Hann verður í ráshóp James Robinson frá Englandi og Zander Lombard frá Suður-Afríku fyrstu tvo keppnisdagana.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ