Haraldur Franklín og Kristjana Arnarsdóttir. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús fór hratt upp heimslista atvinnukylfinga í karlaflokki þegar listinn var uppfærður í byrjun vikunnar.

Smelltu hér fyrir heimslistann í karlaflokki:

Haraldur Franklín endaði í 3. sæti á Jonsson Workwear Open mótinu sem fram fór í síðustu viku. Mótið var hluti af Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, og Sunshine Tour í Suður-Afríku.

GR-ingurinn er þessa stundina í sæti nr. 455 sem er besti árangur hans frá upphafi. Í síðustu viku var Haraldur Franklín í sæti nr. 624 og fer hann því upp um 169 sæti á milli vikna.

Í lok ársins 2021 var Haraldur Franklín í sæti nr. 594 á heimslista atvinnukylfinga og árið 2020 endaði hann í sæti nr. 685.

Haraldur Franklín nálgast „Íslandsmet“ í karlaflokki sem Birgir Leifur Hafþórsson setti árið 2017.

Sjöfaldi Íslandsmeistarinn fór upp í sæti nr. 415 eftir fyrsta sigurinn á Áskorendamótaröðinni, ChallengeTour, í september það ár í Frakklandi.

Eftir þann sigur fór Birgir Leifur upp um 448 sæti á heimslistanum en árið 2007 náði Birgir Leifur að fara upp í sæti nr. 652 á þessum lista.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur farið hæst allra íslenskra kylfinga á heimslista atvinnukylfinga.

Ólafía Þórunn var í sæti nr. 170 í byrjun árs 2017 á heimslista atvinnukvenna. Valdís Þóra Jónsdóttir fór í hæst í sæti nr. 299 á heimslista atvinnukylfinga í kvennaflokki árið 2018.

Smelltu hér fyrir heimslistann í kvennaflokki:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ