Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús, GR, endaði í 22. sæti á Opna portúgalska meistaramótinu sem lauk í gær á Royal Óbidos vellinum í Portúgal. Mótið var hluti af Áskorendamótaröð Evrópu, Challenge Tour, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í karlaflokki í Evrópu.

Haraldur lék hringina fjóra á -8 samtals, 280 höggum (69-70-71-70). Haraldur Franklín fór upp um 2 sæti á stigalista mótaraðarinnar en hann er í 86. sæti. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG, lék einnig á mótinu en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn og er Guðmundur Ágúst í 89. sæti á stigalistanum.

Næsta mót á þessari mótaröð hefst á fimmtudaginn í þessari viku og verður keppt á Swiss Challenge mótinu dagana 22.-25. september á Saint Apollinaire vellinum í Frakklandi. Það verður 16. mótið á þessu ári á Áskorendamótaröðinni hjá Haraldi Franklín. Guðmundur Ágúst komst inn í mótið af biðlista í dag.

Andri Þór Björnsson og Bjarki Pétursson eru á biðlista fyrir þetta mót.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit á Swiss Challenge:

Lokakafli mótaraðarinnar er framundan en lokamótið fer fram í byrjun nóvember á Mallorca. Fram að því móti eru 5 mót á dagskrá að mótinu sem nú fer fram meðtöldu.

Haraldur Franklín og Guðmundur Ágúst eru í harðri baráttu um að komast í hóp 45 stigahæstu keppenda á Áskorendamótaröðinni – sem fá keppnisrétt á lokamótinu. Þar verður keppt um 20 sæti á sjálfri Evrópumótaröðinni.

Guðmundur Ágúst er í 89. sæti á stigalistanum og Haraldur Franklín er 86. sæti.

Haraldur Franklín Magnús á teig í Suður-Afríku. Mynd/IGTTour
Guðmundur Ágúst
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd/seth@golf.is

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ