Site icon Golfsamband Íslands

Haraldur Franklín keppir á þremur mótum á Challenge Tour í Suður-Afríku

Haraldur Franklín Magnús.

Haraldur Franklín Magnús, GR, hefur leik fimmtudaginn 8. febrúar á atvinnumóti sem fram fer í Suður-Afríku.

Mótið er hluti af Challenge Tour mótaröðinni, sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í karlaflokki í Evrópu.

Mótið heitir Bain’s Whisky Cape Town Open og fer það fram á Royal Cape Golf Club, í Höfðaborg.

Nánar um mótið hér:

Haraldur Franklín lék í síðustu viku á SDC Open sem fram fór á Zebula golfsvæðinu við borgina Limpopo í Suður-Afríku. Þar komst Haraldur Franklín ekki í gegnum niðurskurðinn en mótið var einnig hluti af Challenge Tour.

Dagana 15.-18. febrúar keppir Haraldur Franklín á þriðja mótinu í röð á Challenge Tour atvinnumótaröðinni. Það mót heitir Dimension Data Pro-Am og fer það fram á Fancourt golfsvæðinu við borgina George í Suður-Afríku.

Exit mobile version