Auglýsing

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús keppir á Opna ástralska mótinu (ISPS HANDA Australian Open) sem fram fer á The Lakes vellinum í Sydney dagana 30. nóvember – 3. desember.

Mótið eru hluti af DP World Tour atvinnumótaröðinni – sem er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.

Þetta er annað mótið í röð hjá Haraldi Franklín í Ástralíu á DP World Tour mótaröðinni en hann endaði í 33. – 39. sæti á Royal Queensland vellinum í Brisbane á PGA á meistaramóti Ástralíu (Australian PGA Championship) – sem fram fór í síðustu viku.

Haraldur Franklín verður með Josh Armstrong frá Ástralíu og Denzel Ieremia frá Nýja Sjálandi í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana. Þeir hefja leik kl. 01:27 aðfaranótt fimmtudagsins 30. nóvember að íslenskum tíma eða kl. 12:27 að staðartíma í Ástralíu. Þeir hefja síðan leik á öðrum keppnisdegi kl. 20:22 að íslenskum tíma fimmtudaginn 30. nóvember – en þá er kl. 7:22 að morgni föstudagsins 1. desember í Ástralíu.

Sýnt er frá mótinu á Viaplay.is


Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit á ISPS HANDA Australian Open.

Haraldur Franklín fékk boð um að taka þátt á þessum mótum í Ástralíuy með skömmum fyrirvara en á meðal keppenda eru heimsþekktir kylfingar. Má þar nefna heimamennina. Min woo Lee sem sigraði á mótinu í síðustu viku, Cameron Smith, Cam Davis, Geoff Ogilvy, Adam Scott, Aaron Baddeley. Skotinn Robert MacIntyre sem lék með Ryderliði Evrópu er með á þessu móti og Pólverjinn Adrian Meronk mætir í titilvörnina en hann sigraði á fjórum mótum á síðasta tímabili á DP World Tour.

Haraldur Franklín lék á lokaúrtökumótinu fyrir DP World Tour nýverið þar sem hann komst í gegnum niðurskurð mótsins og endaði í 77. sæti. Með þeim árangri náði hann að tryggði sér keppnisrétt á flestum mótum á Challenge Tour, Áskorendamótaröðinni, á næsta tímabil. Mótin í Ástralíu eru því kærkomið tækifæri fyrir Harald Franklín.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ