Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús hefur á undanförnum undirbúið sig fyrir fyrsta keppnishringinn á Opna breska meistaramótinu.

GR-ingurinn hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla enda er hann fyrsti íslenski karlkylfingurinn sem kemst inn á eitt af risamótunum fjórum.

Haraldur Franklín hefur leik fimmtudaginn 19. júlí kl. 09:53 á Carnoustie vellinum í Skotlandi.

Eitt stærsta dagblað Bretlands, The Times, er með ítarlegt viðtal við Harald Franklín sem birt var í morgun. Þar er GR-ingurinn á sömu opnu og sjálfur Tiger Woods í umfjöllun blaðsins um Opna mótið, sem er einn af stærstu íþróttaviðburðum heims.

Stuart Fraser blaðamaður The Times segir skemmtilega frá Haraldi í þessu viðtali. Hann lýsir hinum 27 ára gamla íslenska kylfingi sem „einfara“ sem æfði sig fyrir Opna mótið í miðnætursólinni á Íslandi. Veðrið og aðstæður á Íslandi er til umfjöllunar. Fraser segir m.a. að Haraldur Franklín sé ekki líklegur til þess að sleppa fram af sér beislinu með einu góðu „Víkingaklapii“ fyrir framan áhorfendur ef honum gangi vel. Íslenska landsliðið í knattspyrnu kemur við sögu í þessu viðtali. Ólafur Már Sigurðsson, eldri bróðir Gylfa Þórs Sigurðssonar, var þjálfari Haraldar Franklíns um tíma.

Viðtalið má lesa hér fyrir neðan eða á þessum hlekk. 

GR-ingurinn verður í ráshóp James Robinson frá Englandi og Zander Lombard frá Suður-Afríku fyrstu tvo keppnisdagana.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ