Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús fór upp um 48 sæti á styrkleikalista Áskorendamótaraðarinnar í golfi en listinn var uppfærður í gær. Áskorendamótaröðin er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í karlaflokki. 

Stigalisti Áskorendamótaraðarinnar er hér:

Haraldur Franklín, GR, náði sínum besta árangri í gær á Áskorendamótaröðinni, Open de Bretagne atvinnumótinu, sem fram fór á Golf Bluegreen de Pléneuf Val André í Frakklandi.

GR-ingurinn endaði í 8. sæti sem er besti árangur hans á Áskorendamótaröðinni en hann lék hringina fjóra á 64-74-67-67, 272 höggum, eða 8 höggum undir pari vallar.

Andri Þór Björnsson, GR og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR voru einnig á meðal keppenda en þeir komust ekki í gegnum niðurskurðinn.

Haraldur Franklín er í sæti nr. 65 á stigalista Áskorendamótaraðarinnar en hann var áður í sæti nr. 113.

Hann tekur einnig gott stökk á heimslista atvinnukylfinga. Haraldur Franklín fór upp um 148 sæti á heimslistanum og er nú í sæti nr. 753.

Heimslistinn er hér:

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, er í í sæti nr. 650 á heimslistanum og í sæti nr. 87 á stigalistanum á Áskorendamótaröðinni. 

Það er að miklu að keppa að vera á meðal 45 efstu á stigalista Áskorendamótaraðarinnar. En þau sæti gefa keppnisrétt á lokamóti Áskorendamótaraðarinnar sem fram fer á Mallorca á Spáni í lok keppnistímabilsins. 

Áskorendamótaröðin var sett á laggirnar árið 1989 og þar með fengu atvinnukylfingar tækifæri til þess að spila sig inn á sjálfa Evrópumótaröðina. Margir þekktir atvinnukylfingar hafa farið í gegnum Áskorendamótaröðina áður en þeir gerðu garðinn frægan á Evrópumótaröðinni. Má þar nefna Thomas Bjørn (1995), Justin Rose (1999), Ian Poulter (1999), Henrik Stenson (2000), Louis Oosthuizen (2003), Tommy Fleetwood (2011) og Brooks Koepka (2013). 

Í lok keppnistímabilsins fá 20 efstu á stigalistanum keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. Á keppnistímabilinu eru 26 mót sem fram fara í 16 mismunandi löndum. 

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ