Site icon Golfsamband Íslands

Haraldur Franklín endaði í fimmta sæti í Þýskalandi

Fimm íslenskir atvinnukylfingar tóku þátt á Monster Match mótinu sem er hluti af Nordic Tour atvinnumótaröðinni. Mótið fór fram á Green Eagle Golf vellinum í Winsen í Þýskalandi.

Haraldur Franklín Magnús, GR, varð í 5. sæti en keppnisfyrirkomulag mótsins var holukeppni og höggleikur.

Alls hófu 72 kylfingar keppni í holukeppni.

Andri Þór Björnsson úr GR féll úr leik í 1. umferð. Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR), Axel Bóasson (GK) og Aron Bergsson (GKG) komust allir áfram í 2. umferð.

Í 2. umferð var leikinn höggleikur og komust 12 efstu áfram. Haraldur Franklín var einn af þeim. Í þriðju umferð komust 4 efstu áfram og endaði Haraldur eins og áður segir í 5. sæti.

Lokastaðan:

Exit mobile version