Auglýsing

Fimm íslenskir kylfingar tóku þátt á vetrarmótaröðinni á Nordic Tour atvinnumótaröðinni á Spáni. Mótaröðin er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Mótið fór fram á sama stað og í síðustu viku eða á Lumine golfsvæðinu á Spáni.

Haraldur Franklín Magnús endaði í 5. sæti á -8 en hann lék frábært golf á tveimur síðustu hringjunum (72-68-68).
Guðmundur Ágúst endaði í 13. sæti á -5 (71-67-71).

Aron Bergsson komst ekki í gegnum niðurskurðinn á +5 samtals.
Axel Bóasson komst ekki í gegnum niðurskurðinn á +7.

Andri Þór Björnsson komst ekki í gegnum niðurskurðinn á +15 samtals.

Kylfingarnir Aron Bergsson hefur keppt fyrir GKG hér á landi en er skráður í golfklúbb í Svíþjóð á þessu móti. Axel Bóasson (GK), Andri Þór Björnsson (GR), Haraldur Franklín Magnús (GR) og Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR).

Staðan er uppfærð hér:

Guðmundur Ágúst var efstur á stigalistanum á Nordic Tour fyrir þetta mót en hann er í þriðja sæti eftir þetta mót. Haraldur Franklín er í 11. sæti á stigalistanum.

Stigalistinn er í heild sinni hér: 

Það er að miklu að keppa á stigalista Nordic Tour. Fimm stigahæstu í lok keppnistímabilsins fá keppnisrétt á Áskorendamótaröðinin (Challenge Tour)  sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu á eftir sjálfri Evrópumótaröðinni.

Aron Bjarki Bergsson Myndsethgolfis
Símamótið 2016
Andri Þór Björnsson GR og Theodór Emil Karlsson GM
Axel Bóasson GK Myndsethgolfis
Guðmundur Ágúst Kristjánsson Myndsethgolfis
Haraldur Franklín Magnús Myndsethgolfis

 

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ