/

Deildu:

Auglýsing
Yngstu kylfingunum fjölgar í Keili – 7 milljóna kr. hagnaður af rekstri – rekstrartekjur um 190 milljónir kr.

Aðalfundur Golfklúbbsins Keils fór fram fimmtudaginn 11. desember s.l. Í frétt á heimasíðu Keilis segir að fjörutíu félagar hafi mætt á aðalfundinn sem fram fór í golfskála félagsins.
Helstu rekstrarniðurstöður voru að hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 21.3 m.kr og hagnaður ársins nam 7 m.kr. Félögum fjölgaði svo á milli ára um 59, aðallega í hópi yngstu iðkenda.

Hér má sjá ársskýrsluna og reikninga.

Screenshot (16)

Nokkur atriði úr árskýrslu Keilis:

[quote_box_right]„Samkvæmt rástímaskráningu voru leiknir 25.447 hringir á síðasta sumri á Hvaleyrarvelli. Á árinu 2014 voru leiknir 27.502. Aðalástæða þessarar fækkunar er eins og flestir félagar vita slæmt veður í maí og júní og einnig fækkun í félagatali kylfinga á aldrinum 20-50 ára.“ [/quote_box_right]

„Stærsta verkefni íslenskrar golfhreyfingar er að fjölga í yngstu aldurshópunum. Golfklúbburinn Keilir er þar ekki undanskilinn. Hjá okkur hefur meðalaldur félagsmanna hækkað stöðugt og hlutfall þeirra sem greiða fullt gjald hefur farið lækkandi. Við verðum öll að líta á það sem sameiginlegt markmið að kynna golf fyrir unga fólkinu, börnum okkar, barnabörnum og hverjum sem okkur dettur í hug. Einnig þurfum við með öllum ráðum að halda þeim kylfingum sem á annað borð byrja að stunda íþróttina við efnið. Tillaga okkar í stjórn að nýrri gjaldskrá er afleiðing af fækkun í yngri kynslóð kylfinga. Mikilvægt er að sporna við þessari fækkun til að viðhalda heilbrigðri aldursdreifingu félagsmanna Keilis, sem og tryggja rekstraröryggi klúbbsins.“

Stjórn Keilis var eftirfarandi kjörin fyrir árið 2016:

Formaður: Arnar Atlason

Fyrir í aðalstjórn: Guðmundur Óskarsson og Ellý Erlingsdóttir

Aðalstjórn til tveggja ára: Davíð Arnar Þórsson, Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir og Daði Janusson. Aðalstjórn til eins árs: Sveinn Sigurbergsson.

Screenshot (14) Screenshot (15)

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ