Auglýsing

Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG, leikur í 64 manna úrslitum á The Boys Amateur Championship sem fram fer dagana 15.-20. ágúst 2023.

Alls hófu 144 keppendur leik og voru leiknir tveiur 18 holu hringir í höggleikskeppni – og komust 64 efstu í holukeppni sem tekur við af höggleikskeppninni.

Leikið er tveimur keppnisvöllum. Ganton-völlurinn er par 71 og Fulford völlurinn er par 72.

Gunnlaugur Árni endaði í 32. sæti í höggleikskeppninni á +3 samtals og leikur hann gegn Biagio Andrea Gagliardi frá Ítalíu í 64-manna úrslitum.

Mótið á sér langa sögu þar sem að bestu áhugakylfingar 18 ára og yngri taka þátt. Fyrst var keppt árið 1921 og þá voru keppendur 16 ára og yngri, og árið 2022 var mótið fyrir 17 ára og yngri. Í ár fá keppendur sem eru 18 ára og yngri að taka þátt.

Gunnlaugur Árni tók ekki þátt á Íslandsmótinu í golfi 2023 á Urriðavelli vegna undirbúnings fyrir þetta mót. Gunnlaugur Árni var í hlutverki aðstoðarmanns á Íslandsmótinu fyrstu tvo keppnisdagana hjá Aroni Snæ Júlíussyni liðsfélaga sínum hjá GKG.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.

Eins og áður segir á mótið sér langa sögu. Á meðal þeirra sem hafa fagnað sigri á þessu móti má nefna: Howard Clark (1971), Ronan Rafferty (1979), José María Olazábal (1983), David Howell (1993), Sergio Garcia (1997), Tom Lewis (2009) og Adrián Otaegui (2010).

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ