GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Gunnlaugur Árni
Auglýsing

Gunnlaugur Árni Sveinsson heldur áfram að bæta stöðu sína á heimslista áhugakylfinga. Eftir sigur á Fallen Oak Invitational mótinu í síðustu viku tók íslenski landsliðskylfingurinn stökk upp listann, í níunda sætið. 

Mótið var gífurlega sterkt, en sex af tuttugu sterkustu skólum landsins mættu til leiks og voru margir af bestu áhugakylfingum heims á meðal keppenda. Erfiðleikastig mótsins var 820 af 1000 mögulegum og skilaði sigurinn því mörgum stigum á heimslista áhugakylfinga. Fyrir árangurinn hlaut Gunnlaugur 21.85 stig á heimslistanum, sem gerir sigurinn sterkasta sigur íslensks áhugakylfings frá upphafi. Til samanburðar fékk Gunnlaugur 14,9 stig á heimslista fyrir sinn fyrsta sigur í háskólagolfinu. 

Með árangrinum fór Gunnlaugur Árni upp í 9. sæti heimslistans, sem var uppfærður í dag. Hann hefur verið á miklu flugi upp listann síðastliðna 12 mánuði og hefur aldrei verið ofar. Ólíklegt er að landsliðskylfingurinn leiki í fleiri mótum á árinu.

Hér má sjá listann í heild sinni

Níundi besti áhugakylfingur heims

Tímabilið fer frábærlega af stað hjá Gunnlaugi Árna sem hefur verið í efstu ellefu sætunum í öllum fjórum háskólamótum tímabilsins. Enginn íslenskur kylfingur hefur náð ofar á heimslistann, en besta árangur karla má sjá hér að neðan.

Besti árangur á heimslista áhugakylfinga karla

KylfingurBesta sætiGerðist atvinnukylfingur
Gunnlaugur Árni Sveinsson9.
Gísli Sveinbergsson99.
Aron Snær Júlíusson108.2021
Ólafur Björn Loftsson110.Vika 36, 2012
Haraldur Franklín Magnús136.Vika 9, 2017
Axel Bóasson136.Vika 21, 2016
Bjarki Pétursson156.Vika 6, 2020

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ