GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Gunnlaugur Árni Sveinsson hefur verið valinn til þátttöku í St. Andrews Trophy, þar sem úrvalslið Evrópu mætir úrvalsliði Bretlands og Írlands. Gunnlaugur er þriðji íslenski kylfingurinn sem fær boð í mótið.

Mótið fer fram á Real Club de la Puerta de Hierro golfvellinum á Spáni dagana 24.-25. júlí og er leikfyrirkomulagið með sama sniði og í Ryder- og Solheim bikurunum. Liðin samanstanda af níu kylfingum. Tvær umferðir eru leiknar á báðum keppnisdögum, fjórmenningur fyrir hádegi og tvímenningur eftir hádegi.

Völlurinn

Fyrsti leikur Gunnlaugs er fjórmenningur með Frakkanum Hugo Le Goff. Þeir hefja leik kl. 08:40 að staðartíma, en andstæðingarnir eru ekki af verri endanum. Í enska liðinu sem mætir Gunnlaugi er Luke Poulter, sonur Ian Poulter, sem er þekktur sem einn besti Ryder Cup keppandi allra tíma.

Eftir hádegi mætir Gunnlaugur Englendingnum Eliot Baker í tvímenning, og hefst sá leikur kl. 14:10 að staðartíma.

Margir af bestu kylfingum heims hafa tekið þátt í mótinu. Með liði Evrópu hafa leikið Martin Kaymer, Francesco Molinari, Henrik Stenson, Sergio Garcia, Thomas Björn, Jose Maria Olazabal og fleiri. Með liði Bretlands hafa leikið Rory McIlroy, Robert Macintyre, Luke Donald, Colin Montgomerie, Padraig Harrington, Shane Lowry og fleiri.

Gunnlaugur á æfingahring

Gunnlaugur, sem er fæddur 2005, stundar nám við LSU í Louisiana og lék frábærlega á sínu fyrsta ári í háskólagolfinu. Hann situr í 15. sæti á heimslista áhugakylfinga, og er þriðji efsti kylfingurinn í mótinu. Gunnlaugur og félagar stefna að því að verja titilinn, en Evrópa sigraði 16-9 á síðasta ári.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ