Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili voru báðar á meðal keppenda á LET Evrópumótaröðinni í þessari viku.
Íslensku kylfingarnir komust ekki í gegnum niðurskurðinn að loknum 36 holum.

Guðrún Brá var einu höggi frá niðurskurðinum á +8 samtals og Valdís Þóra var tveimur höggum frá því að komast áfram.

Þetta er í fyrsta sinn sem Guðrún Brá keppir á sterkustu mótaröð Evrópu en hún er með keppnisrétt á LET Access mótaröðinni.

<br>

Staðan er uppfærð hér:

Guðrún Brá Björgvinsdóttir Mynd Tristan Jones
Valdís Þóra Jónsdóttir Mynd Tristan Jones

Mótið fer fram í Sotogrande á Spáni og fékk Guðrún Brá boð um að taka þátt. Valdís Þóra er með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni líkt og á undanförnum árum.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ