Valdís Þóra Jónsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK) og Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) hefja leik á fimmtudaginn á LET Evrópumótaröðinni.

Keppt er í Suður-Afríku að þessu sinni en mótaröðin hóf keppnistímabilið í Ástralíu.

Guðrún Brá hefur leikið á tveimur mótum á þessari mótaröð á þessu tímabili sem er sú næst sterkasta í Evrópu. Besti árangur hennar er 65. sæti.

Valdís Þóra hefur einnig leikið á tveimur mótum á LET Evrópumótaröðinni á þessu ári. Hún endaði í 21. sæti á öðru mótinu sem fram fór í Ástralíu eins og áður segir.

Nánar um mótið hér, skor og rástímar.

Hægt verður að fylgjast með skori keppenda hérna.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ