Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR eru báðar á meðal keppenda á Tipsport mótinu sem fram fer í Tékklandi. Mótið fer fram dagana 24.-26. júní á Royal Beroun Golf Club og er það hluti af LET Evrópumótaröðinni.

Þetta er þriðja mótið hjá Ólafíu Þórunni á sterkustu atvinnumótaröð í kvennaflokki í Evrópu á þessau tímabili. Ólafía Þórunn er með takmarkaðan keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni á þessu tímabili. Hún hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn á fyrstu tveimur mótunum á þessu tímabili en Ólafía Þórunn hefur ekkert keppt frá haustmánuðum 2020.

Guðrún Brá er með keppnisrétt á flestum mótum á LET Evrópumótaröðinni. Hún hefur leikið á tíu mótum á tímabilinu. Besti árangur hennar er 27. sæti og hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á sjö mótum.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ