Auglýsing

„Ég hugsaði bara um að koma boltanum á flötina í bráðabananum. Það var ljúft að sjá boltann fara ofaní fyrir parinum,“ sagði Kristján Þór Einarsson eftir sigurinn á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk með bráðabana á Hlíðavelli í Mosfellbæ síðdegis.

Kristján Þór fékk par á 1. holu Hlíðavallar í bráðabananum gegn Guðjóni Henning Hilmarssyni úr GKG en þeir léku hringina þrjá á einu höggi yfir pari samtals. Kristján Þór lék lokahringinn á 69 höggum eða -3 en Guðjón Henning var á 75 höggum á lokahringnum.
Guðjón náði ekki að tryggja sér parið í bráðabananum.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.

Kristján Þór sigraði á þremur mótum í fyrra á Eimskipsmótaröðinni og hann hefur titil að verja á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fer um næstu helgi á Jaðarsvelli á Akureyri. „Ég hef titil að verja og það er alltaf markmiðið hjá mér að mæta til leiks til þess að sigra,“ bætti Kristján við.

Þetta er í fyrsta sinn sem Eimskipsmótaröðin fer fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar og tókst mótið vel í alla staði á frábærum velli.

Staða efstu kylfinga í karlaflokki:

1. Kristján Þór Einarsson, GM 217 högg (71-77-69) +1
2. Guðjón Henning Hilmarsson, GKG (73-69-75) + 1
3. – 4. Heiðar Davíð Bragason, GHD (72-74-72) +2
3. – 4. Björn Óskar Guðjónsson, GM (77-70-71) +2
5.  Arnór Snær Guðmundsson, GHD (78-71-70) +3

Öruggur sigur hjá Guðrúnu Brá

„Það hefur oft verið mitt hlutskipti að enda í öðru sæti og það er gott að breyta því með svona sigri,” sagði Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili eftir að hún landaði sigri á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni í dag á Hlíðavelli. Sigur Guðrúnar var nokkuð öruggur en hún lék af yfirvegun á lokahringnum eða einu höggi yfir pari við erfiðar aðstæður eða 73 höggum.

Guðrún Brá lék samtals á +7 samtals og sigraði með sex högga mun. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR varð þriðja á +13 og Berglind Björnsdóttir úr GR varð þriðja á +14.  

Síðustu tvær vikur hafa verið góðar hjá Guðrúnu Brá sem sigraði í einstaklingskeppninni á Smáþjóðaleikunum fyrir viku síðan. „Það eru æfingarnar á undanförnum vikum sem eru að skila sér – og ég stefni á að halda áfram á sömu braut,“ bætti Guðrún Brá við en næstu tvö mót á Eimskipsmótaröðinni eru Íslandsmótið í holukeppni og sjálft Íslandsmótið.

1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 223 högg (73-77-73) + 7
2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 229 högg (78-75-76) +13
3. Berglind Björnsdóttir, GR 230 högg (81-74-75) + 14
4. Signý Arnórsdóttir, GK 232 högg (82-78-72) + 16
5. Ólöf María Einarsdóttir, GHD 236 högg (76-79-81) + 20
6. – 8.  Saga Traustadóttir, GR 242 högg (81-84-77) + 26
6. – 8.  Ingunn Einarsdóttir, GKG 242 högg (81-82-79)+ 26
6. – 8.  Tinna Jóhannsdóttir, GK 242 högg (85-78-79) + 26

10984170_998768143489070_5044794022356882321_o 11051739_998769016822316_9138783992918242000_o 11402657_998769000155651_9097520633079401667_o
11539213_998203196878898_2912579576480658805_o

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ