Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK er með lægstu forgjöfina í kvennaflokki á Símamótinu sem hefst á föstudaginn. Mótið er annað mót ársins 2016 á Eimskipsmótaröðinni og fer það fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ.
Meðalforgjöf keppenda í kvennaflokki er 4,2 en alls 21 kylfingur skráður til leiks í kvennaflokki. Forgjafarmörkin á Eimskipsmótaröðina 2016 í kvennflokki er 8,5.