/

Deildu:

Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili lék annan hringinn á HM áhugamanna á 72 höggum en mótið sem er hálfnað fer fram í Japan.  Guðrún Brá er sem stendur 57 sæti en hún hefur leikið hringina tvo á 147 höggum (+3). Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur er í 70 sæti á 149 höggum (+5).  Sunna Víðisdóttir Golfklúbbi Reykjavíkur er í 115 sæti á 156 höggum, (+12).

Brooke Hendersoon frá Canada er efst í einstaklingskeppninni en hún hefur leikið hringina tvo á 135 höggum eða á 9 höggum undir pari. Bronte  Law, frá Englandi, Noemi Jimenez Martin, frá Spáni og So-Young Lee frá Kóreu eru jafnir í 2-4. sæti á 136 höggum eða 8 höggum undir pari.

Í liðakeppninni er það lið Canada sem leiðir á 274 höggum eða á 104 höggum undir pari, tvö bestu skor dagsins telja af þremur. íslenska liðið í 32 sæti ásamt Singapore á 296 höggum eða 8 yfir pari.

Hér er hægt að nálgast stöðuna í liðakeppninni.

Hér er hægt að nálgast stöðuna í einstaklingskeppninni.

Heimasíðu mótsins er að finna hér.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ