Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr GK, keppir á Opna belgíska meistaramótinu sem fram fer á Naxhelet vellinum í Belgíu. Mótið hefst föstudaginn 26. maí og er það hluti af LET Evrópumótaröðinni, sem er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í kvennaflokki í Evrópu.

Leiknar verða 54 holur á þremur keppnisdögum og er heildarverðlaunaféð á mótinu 300 þúsund Evrur. Par vallar er 72 og er heildarlengd vallar 5.854 metrar.

Þetta er þriðja mótið á tímabilinu hjá Guðrúnu Brá á LET Evrópumótaröðinni. Hún hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn á fyrstu tveimur mótunum.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit frá Opna belgíska meistaramótinu.

Emma Nilson og Mya Folke frá Svíþjóð eru með Guðrúnu Brá í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana. Þær hefja leik kl. 12:51 að staðartíma eða kl. 15:51 að íslenskum tíma.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ